Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 10

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 10
Ólafur Eggertsson bóndi d Þorvaldseyri kynnir kornrœkt d íslandi d sýningunni 2007. ur úr. í framleiðslunni er að finna allt frá gleri, málmi og mannshári til ullar, flís- efna og hænsnafótaskinna svo aðeins fátt eitt sé talið. Hátíðin hefur líka að vissu leyti endurspeglað það sem vinsælast er í handverki og handavinnu á hverjum tíma. Fyrir hinn almenna gest er yfir- bragð sýningarinnar breytilegt. Eitt árið er mikið um leir, næsta ár er gler í mestu uppáhaldi og þannig mætti áfram telja. Síðustu ár hefur ullarþæfing verið vinsæl og undanfarin tvö ár hafa ungir fata- hönnuðir verið áberandi þátttakendur. Anægjulegt er að í handverkshátíðinni sjái þeir vettvang til að koma sér og vörum sínum á framfæri. Áfram skal haldið! Handverkshátíðin 2009 markaði tíma- mót í sögu viðburðarins. Vegna óvissu um horfur í efnahagslífinu haustið 2008 sá Eyjafjarðarsveit sér ekki fært að standa að hátíðinni líkt og undangengin ár. Niðurstaðan varð sú að félagasamtök í sveitarfélaginu sáu um undirbúning og framkvæmd. Ungmennafélagar tóku að sér veitingasöluna, Hjálparsveitin Dalbjörg setti upp sýningarsvæðið og kvenfélögin í sveitarfélaginu komu að miðasölu svo dæmi séu tekin. Líkt og árið 1993 var það samstillt átak margra sem gerði hátíðina að veruleika. Ekki var um þema að ræða á hátíðinni sumarið 2009 eins og undanfarin ár. Þess í stað var hönnunarsamkeppnin „Þráður fortíðar til framtíðar“ haldin í tengslum við hátíðina. Markmið þess verkefnis var að vekja athygli á möguleikum ullarinnar í handverki og hönnun. Samkeppnin vakti mikla og verðskuldaða athygli og bárust um 300 tillögur. Viðurkenningar voru veittar fyrir tvo flokka, fatnað og opinn flokk. Álfheiður Björg Egilsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir kraga í flokkn- um fatnaður og Sigurlína Jónsdóttir í opna flokknum fyrir nýstárlegt prjónað áklæði á hjólahnakka. Verðlaunatil- Iögurnar þóttu snjallar, nýstárlegar og í takti við tíðarandann, eins og haft var eftir Ester Stefánsdóttur, framkvæmda- stjóra samkeppninnar. Markmiðið með fyrstu handverkshá- tíðinni var að safna saman handverks- fólki sem víðast að og gefa því tækifæri til að kynnast, læra hvert af öðru auk þess að kynna og selja vöru sína. Ohætt er að segja að þetta markmið hafi gengið eftir. Margir sýnendur koma ár eftir ár. Handverkshátíðin er enn vettvangur handverksfólks til að kynnast og sjá hvað aðrir eru að gera. En fyrst og fremst er hátíðin tækifæri handverksfólks til að koma sér á framfæri. Nú er undirbúningur hafinn fyrir næstu handverkshátíð, þá átjándu í röð- inni. Líklegt er að handverkshátíðin haldi áfram að þróast í takti við tíðarandann hverju sinni og draga að sér áhugasama þátttakendur og þúsundir gesta. Heimildir: Dóróthea Jónsdóttir. 2006. Fæðing Handverkshátíðar. Uppskera og Handverk 2006. Viðtal við Elínu Antonsdóttur. Sýningarskrá. Dagur. 22. júní 1993. Handverk 93 á Hrafnagili um helgina. Dagur. 7. júní 1994. Handverk 94. Á Hrafnagili. Ingibjörg Jónsdóttir. 2003. Hagar hendur. Laugalandshópurinn. Eyvindur. 1. tlb. 14. árgang- ur. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar. Eyjafjarðarsveit. Handverkshátíð 2009. http://handverkshatid.dev3. stefna.is/ [Sótt í nóvember 2009.] Handverkssýning. Lopi og band 2. tlb. 1993. Skákprent. Reykjavík. Margrét Björgvinsdóttir. 2003. Handverkinu allt. Spjallað við Guðrúnu Hallfríði Bjarnadóttur á Akureyri. Hugur og hönd. Rit heimilisiðaðarfélagis íslands 2002. Reykjavík. Morgunblaðið. 25. júlí 2003. „Taktu hár úr hala mínum... ” Kýrin í öndvegi á Handverki 2003 Hrafnagili. Morgunblaðið. 5. ágúst 2005. Akureyri. Sýnendur endurspegla hefðir byggðarlaganna. Morgunblaðið. 9. ágúst 2005. Akureyri. Um 7.000 gestir á handverkssýningu. Sýningarskrár hátíðarinnar árin: 2000-2009. Heimildamenn: Dóróthea Jónsdóttir Jóhann Olafur Halldórsson ÞJÓÐBÚNINGALEIGA FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA KOLFINNA SIGURVINSDÓTTIR Efstasundi 37 • 104 Reykjavík • ísland Sími: 553 8955 • Gsm: 893 8949 •kolfinnas@seljaskoli.is • www.kolfinna.is 10 HUGUR 0G HÖND 2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.