Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 35

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 35
Byrjað er á því að gera lykkju og heklunálinni stungið inn í hana. Heklunálinni er haldið fyrir framan gimbugaffalinn og bandinu vafið utan um gaffalinn og haldið fyrir aftan hann. Passið að lykkjan sé mitt á milli teinanna á gafflinum. Krækt er í bandið með heklunálinni og það dregið í gegn- um lykkjuna (loftlykkja). Fastapinninn er heklaður svona: Krækt er í bandið og það dregið upp (tvær lykkjur eru á nálinni). Aftur er krækt í bandið og það dregið í gegnum báðar lykkjurnar. Gafflinum er snúið við og aðferðin endurtekin. Fyrst er bandið dregið í gegnum lykkjuna (loft- lykkja) og síðan farið undir fremra bandið sem vafið er utan um gaffalinn og heklaður fastapinni. Gafflinum er snúið við, krækt aftur í bandið og það dregið í gegnum lykkjuna. Til að festa spottann er nálinni smeygt undir fremra bandið sem vafið er utan um gaffalinn og heklaður fastapinni. Hér er búið að festa saman fjórar gimblengjur með því að hekla saman lykkjurnar í hliðunum. Hægt er að hekla saman eina og eina lykkju eða nokkrar saman allt eftir því hvernig endanlegt útlit á að vera. Haldið er áfram að snúa og hekla þar til lengjan er orðin nægilega löng. Þá er bandið slitið frá og dregið í gegnum síðustu lykkjuna. Svona lítur gimblengja út þegar búið er að taka hana af gafflinum. Þessi lengja er gerð úr einbandi. Hannyrðaverslun Snorrabraut 38 • 105 Reykjavík Sími 551 4290 • Fax 561 4295 erla@erla.is • www.erla.is HUGUROG HÖND2010 35

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.