Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 29

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 29
Helga á nú 30 ára afmæli sem leik- hússtjóri í Brúðubílnum en hún tók við af Jóni E. Guðmundssyni myndlistar- manni sem var frumkvöðull í brúðu- leikhúsi á Islandi. Með Jóni starfaði Sigríður Hannesdóttir leikkona sem starfaði áfram með Helgu fyrstu 13 árin. Lang oftast hefur Helga haft sér til aðstoðar ungt fólk sem starfað hefur í götuleikhúsinu eða stúdentaleikhúsinu. Vorverkin Leiksýningum Brúðubílsins fylgir gjarn- an fjöldi fólks. Það þarf leikstjóra, leik- ara, tæknifólk, brúðustjórnendur og fleiri. Fyrsti leikstjóri Brúðubílsins var Þórhallur Sigurðsson. Fleiri hafa komið við sögu, þar á meðal Bríet Héðinsdóttir, Harpa Árnadóttir og Edda Heiðrún Bachman. Sigrún Edda Björnsdóttir hefur verið leikstjóri frá árinu 1993 og fjöldi leikara hefur ljáð brúðunum radd- ir sínar árum saman. Þar á meðal eru Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Pálmi Gestsson, Sigrún Edda og svo Helga sjálf. „Þau kalla þetta vorverkin sín“ segir Helga kímin. „Við æfum fyrst og förum svo inn í hljóðver og tökum upp þannig að raddir og tónlist eru á bandi. Með því móti erum við viss um að verk- in skili sér vel þó að um útisýningar sé að ræða“. Fjölskyldan og heimilið Helga hefur fengið fjölskylduna með sér í að þróa Brúðubílinn. Hún á þrjú börn og sex dásamleg barnabörn. Eiginmaður hennar, Hörður Eiríksson flugstjóri sem lést nýlega var henni ómetanleg hjálp, smíðaði leiktjöld og hjálpaði á ýmsa vegu í gegnum tíðina. „Krakkarnir mínir hafa haft gaman af því að vera með mér í þessu. Sá yngsti fór stundum út á land með mér en ég hef líka fengið þeim það verkefni að horfa á og gagnrýna sýning- arnar. Þau eru alveg frábærir gagnrýn- endur“. Sú saga hefur gengið lengi að Helga eigi ekki saumavél. Hún hlær þegar hún er spurð að þessu. „Jú, það er rétt, ég á ekki saumavél aðra en þá sem móðir mín átti, það er eldgömul og falleg saumavél sem ég hef til skrauts. Eg sauma allt í höndunum, dúkkur, leik- tjöld og hvað annað. Það má eiginlega segja að þetta sé svipað og tískuhönn- uðirnir sem sauma bókstaflega fötin utan á sýningardömurnar. Ég geri það eins, bý til brúðu sem smátt og smátt verður fullsköpuð með fatnaðinum og skrautinu sem fylgir. Það eru engar tvær brúður eins hjá mér og ég nota engin sérstök snið“. Gott og vont í bland Formúlan að góðri sýningu að sögn Helgu er sú að gera hana létta og fallega, hafa mikla gleði og gæsku en um leið svolitla spennu. Gjarnan eru það hæfi- lega vondir úlfar eða refir sem búa til spennuna en stöku sinnum krókódíll. Þeir þurfa svo að læra sína lexíu og þannig verður til spenna. I fáum orðum sagt þá þurfum við öll að muna að vera góð við hvert annað, við dýrin, blómin og náttúruna. Allt er lifandi í nátt- úrunni. Það skiljum við á Islandi manna best með öll tröllin okkar, álfana og ýmis náttúruundur. Einnig segir Helga mikilvægt að atriðin séu ekki of löng því áhorfendurnir eru svo ungir. Það er mjög gott að hafa eitthvað íslenskt sem Hektor er marottenbrúða sem gerð var jýrir Stundina okkar. Hann er með harðan haus sem þakinn er loðnu efni, eyrun eru úr svampi og munnur er hreyfanlegur. Hann getur tekið upp hluti og gert allt mögulegtþar sem stjórnandinn notar aðra hönd sína sem hans. Þessar brúður eru sérstaklega lifandi og skemmtilegar. Það er einfalt að búa til fmgrabrúður. Efhið er saumað á fingravettlinga ogfingurnir síðan klipptir af vettlingunum. krakkarnir þekkja en allskonar ævintýri, bæði gömul og ný passa vel í sýning- arnar. Líka gömul og góð kvæði og söngvar sem gjarnan eru þá mynd- skreytt með brúðum. Oft er líka farin sú leið að nota frumsamin kvæði. Inn í þetta fléttast svo ýmiss konar fræðsla eftir atvikum, til dæmis úr íslendinga- sögunum en síðastliðið sumar sýndi Helga leikrit um fyrstu víkingana sem komu til Islands, þá Naddoð, Hrafna- Flóka og Garðar Svavarsson og gerði það mikla lukku hjá krökkunum. Sumar brúðurnar eru orðnar svo þekktar á meðal barnanna að spurt er eftir þeim ef þær vantar í sýningarnar. Þetta eru brúður eins og Lilli litli og trúðurinn Dúskur. Þetta eru persónur sem þau þekkja og treysta. Einu sinni prófaði Helga að sleppa Lilla og það var mikið spurt um hann; hvort eitthvað hefði komið fyrir hann? Fyrir hverja sýningu talar Helga við krakkana og segir þeim hvað þau eiga eftir að sjá: „Eg útskýri fyrir þeim að þetta sé leikrit og að ekkert sem gerist í leikriti sé í alvörunni. Eg sýni þeim gjarnan einhverjar af brúðunum líka. Sérstaklega þær brúður sem þau gætu orðið smeyk við eins og til dæmis Blárefinn, Ulla úlf og svoleiðis kalla“. Daglegar sýningar á sumrin Á hverju ári fer brúðubíllinn á milli staða og um 15.000 börn sjá leiksýn- ingarnar á höfuðborgarsvæðinu. Sýnt er daglega í júní og júlí og prentaðar eru 9000 leikskrár sem allar klárast í fyrri umferðinni af þeim tveimur sem bíll- inn fer. Brúðubíllinn fer alltaf um HUGUR 0G HÖND 2010 29

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.