Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 16

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 16
Kristín Bjarnadóttir Skærahús - með mynstrum úr sjónabókum Ljósmyndir Vilhelm Gunnarsson Skærahúsið er saumað með gamla krosssaumnum (fléttusaumi) í hör og talið yfir tvo þræði, sex spor á sentimetra. Saumað er með silki frá Astralíu (Gumnut Star), tveimur þráðum af sex. Málin á skærahúsinu opnu eru 17,4 x 12,1 cm. Skærahúsið er fóðrað með ljósgulu silki. Vasarnir eru fóðraðir með vaskaskinni til þess að skæraoddarnar stingist ekki í gegn. Snúran er úr útsaumssilkinu. Mynstur eru saumuð eftir bók Elsu E. Guðjónsson, Islenskur útsaumur (1982). Aðalmynstrið og bekk- ur efst og neðst á ytra byrði og bekkur á efri vasanum inni í skærahúsinu eru þar á bls. 11, á ljósmynd af blaði 42r úr sjón- abók frá Skaftafelli. (Sjá líka útgáfu Elsu: Handíðir horfmnar aldar. Sjónabók frá Skafiafelli 1994/2009.) Aðalmynstrið með hjartardýrunum er upprunalega tigullaga og hefur sennilega verið ætlað íyrir augnsaum. Hér er því breytt til þ ess að hægt sé að sauma það með gamla krosssaumnum. Umferðirnar eru því láréttar og lóðréttar en ekki á ská. Þetta mynstur er líka í Islenskri sjónabók 2009 (bls. 602) en því ber ekki saman við mynd úr sjónabókinni frá Skaftafelli í útgáfu Elsu. Stóru ferningarnir með hjartardýrunum eru 16 reitir (innan svarta rammans) í báðum bókum, en litlu reitirnir í mynstrinu eru mjórri á myndinni af frumritinu en í nýju sjóna- bókinni og munar þar einni umferð. Litlu grænu og gulu fern- ingarnir á hornum stóru ferninganna eru sex spor á kant innan svarta rammans í upprunalega mynstrinu en sjö á kant í nýju bókinni. Þar með verða til krossar í þessum litlu ferningum sem ekki eiga sér stoð í upprunalega handritinu. Fuglar á vasa innan í skærahúsinu eru hluti af mynstri úr sjónabók sem kennd er við Ragnheiði Jónsdóttur (Þjms. 1105), sjá bls. 90 í Islenskum útsaumi. I neðri hluta mynstursins eru hjartardýr sem ekki rúmuðust á vasanum í skærahúsinu. Búkur þessara hjartardýra er viðbót Elsu við upprunalega mynstrið en þar eru aðeins hausar dýranna, sjá athugasemd á bls. 71 hjá Elsu. I Islenskri sjónabók (2009) er hausunum breytt og fuglarnir látnir speglast um ás sem virðist vera unninn upp úr hornum eins og þau eru í upprunalega mynstrinu. Ljóst er af myndum af frumriti sjónabókar frá Skaftafelli að það hefur engan veginn verið auðvelt verk að taka mynstrin upp. I Islenskri sjónabók eru ekki lýsingar á vinnulagi við upp- drátt mynstranna og þar kemur ekki fram af hverju breytingar eru gerðar á þeim, enda eru engar athugasemdir við einstök mynstur þar. Þar kemur heldur ekki fram hvaða leið var farin þegar fýlla þurfti upp í mynstur vegna galla í handriti og við- bætur og breytingar á mynstrum eru ekki auðkenndar í bók- inni. Islensk sjónabók er kostagripur og að henni er mikill fengur. Bókin hefði samt verið enn betri ef meiri upplýsingar hefðu fýlgt uppdráttunum því hætt er við að viðtakendur búist við að í bókinni séu mynstrin birt í upprunalegri gerð. Heimildir: Elsa E. Guðjónsson. 1982. Islenskur útsaumur. Veröld, Reykjavík. [2. útg. Elsa E. Guðjónsson 2003.] Elsa E. Guðjónsson. 1994. Handíðir horfinnar aldar. Sjónabók frá Skafiafelli. Mál og menning, Reykjavík. [2. útg. Elsa E. Guðjónsson 2009.] íslensk sjónabók. 2009. Ritstj. Birna Geirfinnsdóttir og Guðmundur Oddur Magnússon. Heimilisiðnaðarfélag Islands, Reykjavík. 16 HUGUR OG HÖND 2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.