Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 23

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 23
ist þaðan úr málaradeild árið 1982. I 25 ár hefur Rúna rekið myndlistaskólann MYND-MAL. Skólann starfrækir hún, meðfram kennslu í Mýrarhúsaskóla, í vinnustofu sinni í hag- anlega innréttuðum bílskúr heima hjá sér á Seltjarnarnesi. Þar kennir hún bæði olíu- og vatnslitamálun í fámennum hópum. Hún segir myndsköpun krefjast einbeitingar en veita þeim sem hana stunda mikla hugarró og ánægju. Margir af nem- endum hennar hafa ánetjast listinni og koma aftur og aftur á námskeið og nokkrir hafa farið í lengra nám og eru starfandi myndlistarmenn. Oþrjótandi áhugi á dúkkum Ahugi á dúkkum hefur alla tíð fylgt Rúnu. Þessi áhugi fer ekki framhjá neinum þeirra sem til hennar koma, hvort sem er á vinnustofuna eða inn á heimilið. Alls staðar eru dúkkur af öllum stærðum og gerðum. Þetta eru dúkkur sem hún átti sjálf í æsku, hefur búið til, keypt eða fengið að gjöf. Rúna segist ekki lengur hafa tölu á hvað dúkkurnar eru margar en áætlar að þær séu vel á fimmta hundrað. Á ferðum sínum til annarra landa er hún iðin við að heimsækja dúkkusöfn og kaupir gjarnan dúkkur sem minjagripi. Arið 1996 fór Rúna á námskeið í postulínsdúkkugerð hjá Selmu Björk Petersen sem lærði handbragðið í Svíþjóð. Frá þeim tíma hefur Rúna búið til sínar eigin dúkkur og fatnað þeirra. Nú hittast hún og Selma ásamt þeirri þriðju reglulega í dúkkuklúbbi þar sem þær vinna að hugðarefni sínu. Dúkkugerð er vandasamt verk og seinlegt. Postulín er brennt við mjög háan hita og þarf því aðgang að brennsluofni til að geta brennt höfuð, búk, hendur og fætur. Þegar hafist er handa þarf fyrst að ákveða hvers konar dúkku á að gera og útvega mót til afsteypunnar. Mótin er mjög mismunandi eftir því hvort búkurinn á að vera heill eða í hlutum, hvort brúðan á að sitja eða standa, hafa liðamót, ísett augun eða máluð. Oft eru mótin afsteypur af gömlum dúkkum og kallast þá antík- dúkkur. Byrjað er á því að hella postulíninu í mót en það kemur í duftformi og þarf að blanda það vatni. Þegar búið er að steypa búkinn þarf að brenna hann og pússa mjög vel áður en hafist er handa við að mála. Vanda þarf vel til verka þegar búkurinn er pússaður og eru notuð til þess fíngerð áhöld, m.a. nælonsokkar sem ná vel á milli fingra og táa á brúðu- hlutunum. Rúna hefur næmt auga fyrir smáatriðum eins og að forma neglur og annað sem ekki er skýrt afmarkað í af- steypumótunum. Mála þarf búk- inn oft til að fá fram rétta skugga og alltaf er brennt á milli við háan hita. Mesta vinnan er við höfðið, sér- staklega þegar augun eru máluð, og er Brúðan Stefanía er í silkikjól og sokkum hekluðum úr tvinna, en Birta í gallapilsi ogsokkumprjónuðum úrfínu bómullargami. Báðar eru ímyndprjónuðumpeysum úr kambgami, smáatriði ísaumuð með árórugarni. H<eð beggja er um 33 cm. Frá vinstri: Ingilin íklædd hekluðum kjól, undirpilsi og sokkum, Haltdís í prjónapeysu og kjól úr eingirni og bómullarsokkum ogAstrós Inga í bómullarkjól, peysu úr handlituðu ullargarni og hekluðum sokkum. ALlar brúðurnar eru 33 cm háar. algengt að þá þurfi að brenna höfuðið allt að tíu sinnum þótt algengast sé að sex til átta skipti nægi. Rúna notast oft við stækkunargler við þessa fíngerðu vinnu enda er árangurinn einstaklega fallegar dúkkur. Þegar málningarvinnunni er lokið er brúðan sett saman. Á dúkkum sem eru með liðamót þarf að festa útlimina saman og festa þá síðan við búkinn. Stundum þarf að sauma búkinn, allan eða að hluta. Dúkkurnar prýða tilbúnar hárkollur, en þær eru ýmist úr mannshári, móher eða akrýl. Móherhárkollur eru dýrastar en hægt er að fá mjög vandaðar og fallegar hárkollur úr öllum þessum efnum. Þegar dúkkan sjálf er tilbúin fer Rúna að huga að fötunum á hana. Brúðurnar fá alklæðnað frá nærfötum og sokkum til fallegra kjóla og peysa. OU fötin hannar Rúna sjálf og eru mörg þeirra hekluð og prjónuð úr fínasta garni og jafnvel tvinna. Stundum verður fyrst til hugmynd að fötum og þarf þá að búa til dúkku sem hentar fyrir þau. Allar eiga dúkkurnar nöfn sem stundum eru valin eftir fólki sem þær líkjast eða börnum sem hún hefur kennt. Hver dúkka er merkt með nafni, ártali og uppruna en þær upp- lýsingar eru einnig bók- færðar. Rúna hefur hald- ið sýningar á dúkkun- um sínum á bókasafn- inu á Seltjarnarnesi og á vinnustofunni heima, en hana dreymir um að geta komið þeim fyrir á dúkkusafni þar sem þær fengju að njóta sín til fram- búðar. Brúðan Sandra Sif, 36 cm á hœð. Hér sést samsetning postulínsbrúðu með tau- búk. Bringustykkið með bendlum er saumað á búkinn aðgamalli jyrirmynd. Við hlið brúðunnar eru tvö mismunandi höfuð. Þannig líta postulínshlutarnir útfyrir málun, annað höjuðið verður með ísett augu, en á hitt þarf að mála augun. HUGUR OG HÖND 2010 23

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.