Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 2
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Sonur okkar borðar til dæmis helst ekki indverskan mat. Hann vill bara íslenskan mat. Farzana Usman Veður Hæg SV-átt og éljagangur, en sunnan 15-20 og snjókoma eða slydda austanlands. Vægt frost, en hiti 1 til 5 stig austan til. Vaxandi SV-átt eftir hádegi á morgun, 10-18 annað kvöld, og styttir upp og kólnar austanlands. SJÁ SÍÐU 32 Fáir á ferli í miðbæ Reykjavíkur Það var fjarska fámennt á götum miðborgar Reykjavíkur í gær og varla mann að sjá. Fyrir örfáum dögum var þar rennerí af erlendum ferðamönn- um á leið til eða frá Hallgrímskirkju, en búast má við að þeir hafi f lestir haldið til síns heima, á sama hátt og Íslendingar erlendis hafa stytt ferðalög sín og haldið heim á leið. Reyndar var veðrið í borginni ekki beinlínis hvetjandi til útivistar, rigning og fremur hvasst. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI REYKJAVÍK Vísbendingar eru um að foreldrar, sem eru af erlendu bergi brotnir, séu líklegri til þess að halda börnum sínum heima á þeim óvissutímum sem nú ganga yfir. Að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, sýna tölur sviðsins yfir mætingu nemenda óvírætt fram á þennan veruleika. „Foreldrar af erlendum uppruna virðast í einhverjum tilvikum horfa til þess hvað er gert í þeirra heima- landi. Mjög víða um heim er skólum lokað og þá heldur fólk sig við þau tilmæli,“ segir Helgi. Hann telur ólíklegt að skortur á upplýsingum valdi því að þessi hópur sé líklegri til þess að halda sig heima. „Allir eru upplýstir um að skólar séu opnir þó með takmörkunum sé,“ segir Helgi. – bþ Erlendir nemar oftar heima á óvissutímum Mjög víða um heim er skólum lokað og þá heldur fólk sig við þau tilmæli. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sjávarsalti með SA M F É L AG „Viðtök ur nar hafa verið betri en við þorðum að vona. Þetta eru að sjálfsögðu erfiðir tímar en við erum bjartsýn. Ef maturinn er góður og verðið sanngjarnt þá gengur þetta upp,“ segir Usman Mehmood. Usman opnaði í vik- unni indverska veitingastaðinn Taj Mahal ásamt eiginkonu sinni, Farz- ana Usman, í miðbæ Reykjavíkur. Ekki nóg með það, heldur hófu þau nýlega rekstur hótels og veit- ingastaðar í grennd við Hveragerði, gistiheimili í Ármúla og undir- búa opnun annars veitingastaðar á Grensásvegi. „Gistibransinn er hruninn til skamms tíma og því er það bara í dvala þar til ástandið lagast,“ segir Usman. Usman og Farzana eru frá Pakist- an en eru af indversku bergi brotin. Þau f luttu hingað til lands fyrir fjórum árum og líkar lífið vel. „Við vorum í leit að betra lífi. Viðhorf okkar eru frjálslynd og samræmast ekki endilega því sem viðgengst í heimalandi okkar,“ segir Usman. Hann rakst á greinar þar sem fram kom að mannréttindi og tjáningar- frelsi væru í hávegum höfð á þessari eyju í norðri og eitt leiddi af öðru. Aðspurður hvernig tekist hafi til við að komast inn í íslenskt sam- félag segir Usman: „Við erum ekk- ert komin enn inn í íslenskt sam- félag,“ og skellihlær. Annað gildi þó um börn þeirra hjóna sem eru í Laugarnesskóla og orðin altalandi á íslensku. „Sonur okkar borðar til dæmis helst ekki indverskan mat. Hann vill bara íslenskan mat,“ skýtur Farzana inn í. Þau segjast hafa unnið myrkr- anna á milli undanfarin ár. „Það hefur alltaf verið draumur minn að fara út í eigin rekstur. Faðir minn var í veitingarekstri og ég lærði ýmislegt af honum,“ segir Usman. Til að geta fjárfest í eigin rekstri segir Usman að þau hjónin hafi tekið að sér margs konar störf og sinni sumum enn. „Farzana hefur verið í þrifum og aðstoðað í eldhúsi og ég hef starfað í móttöku á hót- eli auk þess að keyra rútur,“ segir Usman. Hann keyrir einnig leigu- bíl hvenær sem hann á lausa stund og reiknar ekki með að hætta því í bráð. „Lífið snýst um vinnuna og við tökum engin frí. Mér finnst það í raun eðlilegt að innflytjendur þurfi að leggja sig meira fram og sanna sig í nýju samfélagi,“ segir Usman. Að hans sögn hefur gengið vel að stofna til viðskiptatengsla hérlendis en Vinnumálastofnun hefur verið til mikilla vandræða. „Það er nánast ómögulegt að fá indverska kokka á evrópska efna- hagssvæðinu. Við höfum reynt að fá frábæra kokka frá Indlandi til landsins en það gengur mjög treg- lega,“ segir Usman. bjornth@frettabladid.is Opnuðu veitingastað í miðju COVID-fárinu „Lífið er vinna,“ segja þau hjónin Usman og Farzana sem opnuðu nýjan indverskan veitingastað í miðborginni í vikunni. Nýlega hófu þau rekstur hótels og gistiheimilis og gera ráð fyrir að opna annan veitingastað fljótlega. Usman og Farzana ásamt yngri bróður Usman, Adnan. Þau opnuðu ind- verska veitingastaðinn Taj Mahal í Tryggagötu 26 í vikunni. ALÞINGI Samþykkt var á Alþingi í gær frumvarp félags- og barna- málaráðherra um rétt fólks til atvinnuleysisbóta vegna minnkaðs starfshlutfalls þegar tímabundinn samdráttur verður í starfsemi vinnuveitanda. Frá þessu segir á vef Stjórnarráðsins. Þannig verða atvinnuleysisbætur greiddar samhliða minna starfs- hlutfalli enda hafi það lækkað um 20 prósent hið minnsta, en verði ekki fært neðar en í 25 prósent. Vinnuveitanda er óheimilt að krefj- ast vinnuframlags umfram lækkaða starfshlutfallið. Laun vinnuveit- anda og atvinnuleysisbætur mega samanlagt ekki nema hærri fjárhæð en 700 þúsund krónum á mánuði. Þá verða laun allt að 400 þúsund krónum á mánuði að fullu tryggð. Jafnframt eiga námsmenn rétt á bótum samkvæmt frumvarpinu. Lögin gilda frá 15. mars til loka maí næstkomandi. – jþ Hlutabætur samþykktar 2 1 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.