Fréttablaðið - 21.03.2020, Side 6

Fréttablaðið - 21.03.2020, Side 6
SVEITARFÉLÖG Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til sveitar- félaga að hrinda í framkvæmd ábendingum um aðgerðir til við- spyrnu fyrir atvinnulífið í ljósi samdráttar. Þetta kemur fram á vef sambandsins. Ábendingarnar eru í nokkrum liðum og varða meðal annars að athugað verði að fresta tveimur gjalddögum fasteignagjalda og að aðeins verði tekið tillit til verð- lagsbreytinga við ákvörðun fast- eignagjalda en ekki hækkunar fasteignamats. Þá verði horft til tímabundinnar lækkunar, eða niðurfellingar gjalda, einkum fyrir þá sem verða fyrir atvinnumissi. Þá er sveitarfélögum bent á að auka viðhaldsframkvæmdir, umfram það sem fjárhagsáætlanir þeirra gera ráð fyrir. Jafnframt að sveitarfélögin bjóði allt að eitt þús- und störf í atvinnuátaksverkefnum í samvinnu við Atvinnuleysistrygg- ingasjóð og að ný störf henti konum og fólki af erlendum uppruna. Landshlutasamtök sveitarfélaga verði hvött til að breyta áherslum sínum og aukinn þungi beinist að verkefnum í ferðaþjónustu. Fram kemur að ráðast þurfi í laga- breytingar til að styðja sveitarfélög í þessu skyni. Þannig verði lögum breytt svo heimilt verði að fresta gjalddögum fasteignagjalda og að ákvæðum um hámarksskuldir sveitarfélaga verði vikið til hliðar um sinn. Þá er mælst til þess að engir nýir skattar eða gjöld verði lögð á þjónustu sveitarfélaga og er urðunarskattur nefndur í því sam- bandi. – jþ Hugum vel að eldra fólkinu okkar sem og hvert að öðru. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri á Seyðisfirði Þá verði horft til tíma- bundinnar lækkunar eða niðurfellingar gjalda. COVID-19 Vítt og  breitt um landið hafa sveitarstjórnir búið sig og sitt fólk undir þær þrengingar sem fylgja kórónaveirunni og eiga enn eftir að ná sínum dýpstu lægðum. Fréttablaðið gluggaði i viðbrögð nokkurra sveitarstjóra frá Vík i Mýrdal og austur fyrir land að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði. „Mikilvægt er að hafa í huga að um tímabundið ástand er að ræða og ekki ástæða til annars en að líta björtum augum til framtíðarinn- ar,“ brýnir sveitarstjórn Mýrdals- hrepps fyrir íbúum þar. Þá eru Mýrdælingar hvattir til að fylgja tilmælum almannavarna í öllu og fresta öllum óþarfa ferðum á meðan óvissuástand varir. Í Skaftárhreppi er leitast við að loka smitleiðum. „Við viljum tak- marka líkur á smiti vegna covid 19 og biðjum fólk að koma EKKI á skrifstofuna,“ segir með bestu kveðjum frá starfsfólki Skaftár- hrepps á vefsíðu sveitarfélagsins. Hornfirðingar eru afar uggandi. „Það er ljóst að forsendubrestur verður í rekstri margra fyrirtækja og hjá einkaaðilum í sveitarfélag- inu, til viðbótar við erfiðleika sem hafa verið í sjávarútvegi með loðnu- bresti og hruni í humarstofni,“ segir bæjarstjórnin  sem hvetur fólk til að sýna ábyrgð og umburðarlyndi í fordæmalausum aðstæðum. „Hlutverk okkar allra er að vernda viðkvæma hópa og halda hjólum samfélagsins gangandi að svo miklu leyti sem hægt er innan þeirra marka sem okkur eru sett,“ segir bæjarstjórn Hornafjarðar, sem kveðst einhuga í að verja stöðu íbúa og atvinnulíf. „Nú fer í hönd fordæmalaus tími þar sem við þurfum öll að standa saman og sýna samfélagslega ábyrgð í því hvernig við heftum COVID-19 faraldurinn. Hugum vel að eldra fólkinu okkar sem og hvert að öðru,“ segir Aðalheiður Borg- þórsdóttir, bæjarstjóri á Seyðisfirði, í ávarpi til bæjarbúa. Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir fólk f lest nú að upplifa hluti sem það hefur ekki gert áður. „Á svona tímum er mikil- vægt að við höldum ró okkar og stillingu, og reynum eftir fremsta megni að láta lífið ganga sinn vana- gang. Látum ekki óttann ná tökum á okkur, ef við tökum á hverjum degi með æðruleysið að vopni þá munum við, með samstilltu átaki, komast í gegnum þetta,“ segir Karl í ávarpi á heimasíðu Fjarðabyggðar. Á heimasíðu Grýtubakkahrepps kom fram í fyrradag að eitt COVID- 19 smit væri staðfest á Grenivík. Sá sé í einangrun, einn annar sé i sóttkví og að ekki sé talið að smit hafi dreift sér. „Við höfum nú verið rækilega minnt á það að við erum órjúfanlega tengd umheiminum,“ segir Þröstur Friðfinnsson sveitar- stjóri í ávarpi á heimasíðu sveitar- félagsins. Reyna muni verulega á, næstu vikur eða mánuði. „Við sendum hlýjar kveður til þeirra sem eru og eiga eftir að vera í sóttkví. Ekki síður hugsum við öll til þeirra sem hafa veikst og eiga eftir að veikjast og óskum að þeir megi aftur ná fullri heilsu sem fyrst. Við stöndum saman og komum vonandi sterk út úr þessu þegar snjóa leysir og sólin verður hæst á lofti. Sýnum æðruleysi og skilning, hlúum að hvert öðru og sjálfum okkur,“ segir í ávarpi Þrastar sveit- arstjóra. gar@frettabladid.is Standa saman sterk er sól verður hæst á lofti „Látum ekki óttann ná tökum á okkur,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjar- stjóri Fjarðabyggðar, sem eins og margir starfsfélagar hans og sveitarstjórnir hvetur íbúa til dáða í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Í Neskaupstað eins og í öðrum bæjum Fjarðabyggðar og um land allt, verst fólk framsókn COVID-19. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Þröstur Frið- finnsson, sveitar- stjóri Grýtu- bakkahrepps. Sveitarfélög létti undir með íbúum Café AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina OPIÐLAUGARDAG 10-15 HUMARSÚPA STÓR HUMAR 2 1 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.