Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 8
VIÐSKIPTI Fordæmalaus samdráttur er á umferð nú í marsmánuði og eiga söluaðilar eldsneytis von á sam- drætti í eldsneytissölu. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur gríðarlegur samdráttur verið í umferð á höfuð- borgarsvæðinu. Alls hefur umferðin dregist saman um rúm 10 prósent frá því á sama tíma í fyrra, og eru ekki dæmi um annan eins samdrátt. Samdrátturinn mælist mestur á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogs- læk þar sem umferðin hefur dregist saman um 15,3 prósent. Þá mælist samdrátturinn um níu prósent á Reykjanesbraut við Dalveg og sjö prósent á Vesturlandsvegi ofan Ártúnsbrekku. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segir að ekki verði langt að bíða þess að þessi mikli munur á umferð endurspeglist í tölum um sölu á eldsneyti. „Öll smásala í landinu er að finna fyrir þessu, nema þá kannski mat- varan. Það er ekki sama dramatík í okkar tölum enn sem komið er og hjá mörgum öðrum,“ segir Jón Ólafur. Hann reiknar með að samdráttar í eldsneytissölu muni gæta um allt land, en hann verði mestur um miðjan apríl þegar búist er við að kórónafaraldurinn verði í hámarki, eins og spár ganga nú út frá. Svipaða sögu segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu, en segir of snemmt að segja til um hversu mikill sam- dráttur verði í sölu eldsneytis. Hinrik Örn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1, segir að kórónafaraldurinn hafi umtalsverð áhrif á ferðavenjur fólks. Hópferðafyrirtæki hafi gripið til þess ráðs að afskrá hópbifreiðar sínar tímabundið og verulegur sam- dráttur hafi orðið í útleigu bíla hjá bílaleigum. „Allt þetta hefur þau áhrif að sala á bifreiðaeldsneyti hefur dregist saman undanfarnar vikur,“ segir Hinrik Örn. Nú sé áherslan öll á að vernda starfsfólk og viðskiptavini. – ab Öll smásala í landinu er að finna fyrir þessu, nema þá kannski matvaran. Það er ekki sama dramatík í okkar tölum enn sem komið er og hjá mörgum öðrum. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís Góð regla er að hafa slökkt á netinu á vissum tímum, sérstaklega á kvöldin. Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Foreldra- húss Net- og Tv þjónusta Uppsetning- Viðgerðir- Stillingar Netbúnaður- Netlagnir Ljósleiðaratengingar Loftnet- Gervihnattabúnaður Dyrasímar- Raflagnir Netogtv.is S-8942460 SAMFÉLAG „Vandi unglinga sem eru í fikti eða neyslu hverfur ekkert á tímum COVID-19. Þau eru ódrep- andi í eigin huga og hætta ekkert að hittast,“ segir Berglind Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri For- eldrahúss. Grunnskólastarf í landinu er skert næstu vikur og jafnvel fram yfir páska vegna COVID-19 farald- ursins og í sumum sveitarfélögum vegna verkfalls. Þá eru framhalds- skólar lokaðir og kennsla fer fram í gegnum tölvu. Berglind segir að það þurfi að passa að börn og unglingar loki sig ekki af. „Það getur gerst í þeim aðstæðum þar sem samskiptin við unglinginn eru erfið, foreldri þarf að vinna heima og þarf jafnvel að sinna yngri börnum, þá getur verið þægilegt að leyfa unglingnum bara að hanga í tölvunni eða úti í bæ.“ Slíkt opnar glugga fyrir þá sem eru í fikti eða neyslu. „Það er svo auðvelt fyrir þau að neyta efna án þess að skilja mikið eftir sig þegar þau eru ein inni í herbergi tímunum saman,“ segir Berglind. „Góð regla er að hafa slökkt á netinu á vissum tímum, sérstaklega á kvöldin.“ Þegar unglingarnir fara út að hitta vini, þá er mikilvægt að for- eldrar viti hverja þeir eru að hitta. „Börn í vanda leita gjarnan til vina í öðrum hverfum, það er eitthvað sem þarf að vera á varðbergi fyrir. Á þessum tímum er mjög gott að ræða við foreldra vina barnanna og bera saman bækur sínar.“ Hrefna Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heimilis og skóla, sagði við Fréttablaðið fyrr í vikunni að mikilvægt væri fyrir foreldra að láta ekki ástandið raska allri dag- legri rútínu. Passa þurfi að röskunin á skólastafi verði ekki „eitt stórt páskafrí“ þar sem sólarhringnum er snúið á haus. Berglind tekur undir þetta. „Það er allt í lagi að spyrja hvernig gangi með heimanámið. Svo er alltaf regl- an með að allir séu heima saman að borða kvöldmat, og jafnvel morgun- og hádegismat.“ Þá þurfi að fylgjast með að ungl- ingar breyti ekki venjum sínum um of. „Gott er að fylgjast með hegðun þeirra, svefni, þrifnaði, matarvenj- um og hverja þau eru að hitta. Þetta eru allt hættumerki. Ef unglingar eru á f lakki og neita að koma heim, þá mælum við með að foreldrar sæki þá einfaldlega. Útivistartím- inn hefur ekkert breyst þrátt fyrir veiruna.“ Starfsemi Foreldrahúss liggur niðri að hluta til, nú er öll áhersla á að taka símtöl við foreldra barna í vanda. „Á þessum skrýtna tíma, þegar fjölskyldan er meira heima saman, er ágætt að nýta hann til að auka við jákvæð samskipti við unglinginn, sé þess nokkur kostur. Foreldrar geta alltaf leitað til okkar í síma þessa dagana, eða sent til okkar tölvupóst, þrátt fyrir COVID- 19.“ arib@frettabladid.is Passi að börn loki sig ekki af Skólastarf í landinu er skert vegna COVID-19 faraldursins. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir að passa þurfi að ungmenni loki sig ekki af. Neysluvandi hverfi ekki, því þau séu ódrepandi í eigin huga. Brýnt er að hafa skýrar reglur fyrir unglinga um að mæta þurfi heim í kvöldmat á hverjum degi. NORDICPHOTOS/GETTY Segja að búast megi við samdrætti í bensínsölu .      VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | WWW.VR.IS VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofs- íbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 8. apríl 2020. Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhver fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: – Lýsing á eign og því sem henni fylgir – Ástand eignar og staðsetning – Stærð, öldi svefnplássa og byggingarár – Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni DÓMSMÁL Maður sem hrækti á lögreglumann sem kallaðar var út vegna hávaða, var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni í Lands- rétti í gær. Maðurinn hafði verið sýknaður í héraði á þeim grundvelli að rétt hefði verið að ákæra mann- inn fyrir ærumeiðingar gagnvart opinberum starfsmanni í stað vald- stjórnarbrots. Landsréttur taldi hins vegar sannað að maðurinn hefði haft þann ásetning að hrækja á lögreglu- manninn og í dómaframkvæmd hafi verið litið svo á að sú háttsemi að hrækja á opinberan starfsmann þegar hann væri að gegna skyldu- starfi sínu, teldist brot gegn vald- stjórninni og ekkert væri fram komið í málinu sem leiða ætti til annarrar niðurstöðu í málinu. Var maðurinn dæmdur í fangelsi í 60 daga, skilorðsbundið til tveggja ára. – aá Fékk skilorð fyrir að hrækja Landsréttur taldi að maðurinn hefði haft þann ásetning að hrækja á lög- reglumanninn. 2 1 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.