Fréttablaðið - 21.03.2020, Síða 28

Fréttablaðið - 21.03.2020, Síða 28
Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir öflugum starfsmanni með brennandi áhuga á mannréttindum, til að sinna ráðgjöf, verkefnastjórn og öðrum spennandi verkefnum. Um fullt starf er að ræða. RÁÐGJÖF OG VERKEFNASTJÓRN Starfssvið: • Ráðgjöf í ýmsum réttindamálum • Starfsmaður málefnahóps um húsnæðismál • Túlkun laga og reglugerða • Kærur, álitsgerðir og umsagnir um lagafrumvörp • Verkefnastjórn, skipulagning funda og viðburða • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: • Háskólagráða í lögfræði, félagsráðgjöf, félagsfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Brennandi áhugi á mannréttinda- og réttindamálum • Reynsla og þekking á málefnum fatlaðs fólks og öryrkja er kostur • Þekking á stjórnsýslurétti, almannatryggingum og alþjóðlegum mannréttindasamningum eins og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er æskileg • Góð íslenskukunnátta og ritfærni • Færni í ensku og einu Norðurlandamáli er æskileg • Skipulagshæfni, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum ÖBÍ er heildarsamtök hagsmuna og mannréttinda fatlaðs fólks á Íslandi. Bandalagið samanstendur af 43 aðildarfélögum fatlaðs fólks, öryrkja, einstaklinga með langvinna sjúkdóma og aðstandenda þeirra. Aðildarfélögin eru hagsmunasamtök ólíkra fötlunarhópa sem öll starfa á landsvísu. Samanlagður félagafjöldi þeirra er um 30 þúsund manns. Hlutverk ÖBÍ er að vinna að samfélagslegu réttlæti, bættum lífsgæðum og kjörum auk þess að vera stefnumótandi í réttindamálum hagsmunahópsins. Skrifstofa ÖBÍ er í aðgengilegu húsnæði í Sigtúni 42, Reykjavík. Nánari upplýsingar á obi.is. Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Fatlað fólk og/eða fólk með skerta starfsgetu er hvatt til að sækja um. Mögulegt er að ráða tvo einstaklinga í starfið og skiptist þá starfshlutfallið eftir samkomulagi. Hefur þú áhuga á taka þátt í skipulagningu og mótun lagers? Lager Héðins heldur utan um almennt vöruhald bæði á rekstrar- og framleiðsluvörum. Með tilkomu nýrra framleiðsluvara er þörf á endurskipulagningu lagers og leitar Héðinn að sterkum einstaklingi til að leiða þær breytingar. LAGERSTJÓRI Helstu verkefni: • Dagleg umsjón með birgðahaldi og vöruflæði lagers • Móttaka og afhending vöru ásamt skráningu • Skipulagning og mótun lagers • Umsjón með umhirðu lagersvæðis • Innkaup Hæfniskröfur: • Skipulagshæfileikar, sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum • Rík þjónustulund • Góð tölvufærni • Reynsla af vöru- og lagerstjórnun er æskileg • Kostur ef viðkomandi hefur lyftararéttindi Héðinn hf. er fyrirtæki með nærri 100 ára sögu af þjónustu við sjávarútveg og iðnað. Hjá Héðni starfa um 100 manns við fjölbreytt störf frá hönnun að fullbúinni vöru. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.