Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 31
Starfssvið: • Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar. • Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitar­ félagsins. • Samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar. • Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki íbúa. • Að gæta hagsmuna sveitarfélagsins út á við, vera talsmaður sveitarstjórnar og vinna að framfaramálum. • Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar í helstu málaflokkum. Hæfni í mannlegum samskiptum. • Leiðtogahæfni, framkvæði og hugmyndaauðgi. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Áhugi á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun. • Reynsla af stjórnun og rekstri. • Reynsla af sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu. • Menntun sem nýtist í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2020 (umsóknir póstlagðar í síðasta lagi þann dag). Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf um þau atriði sem talin eru upp hér að framan um æskilega hæfni og menntun. Umsóknir skulu sendar bréflega og merktar þannig: Fljótsdalshreppur, b.t. oddvita – mál 10, Végarði, 701 Egilsstöðum. Upplýsingar um Fljótsdalshrepp má finna á vefsíðunni www.fljotsdalur.is Frekari upplýsingar um starfið og sveitarfélagið veitir: Jóhann F. Þórhallsson oddviti, tölvupóstfang brekkugerdi@fljotsdalur.is / símanúmer 864­9080. SVEITARSTJÓRI FLJÓTSDALSHREPPS Starf sveitarstjóra í Fljótsdalshreppi er laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf með starfsstöð á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði. Ráðningartímabil er frá og með 1. júní 2020 út yfirstandandi kjörtímabil sveitarstjórnar sem lýkur um mitt ár 2022. Ráðgjafar í Business Central / NAV lausnum Netheimur stækkar og eflir sterkan hóp af frábæru fólki. Við setjum viðskiptavininn ávallt í fyrsta sæti. Netheimur hefur stofnað Business Central / Dynamics NAV deild og leitar að fleiri snillingum til að takast á við spenn- andi tækifæri. Nú þegar eru miklir reynsluboltar gengnir til liðs við okkur með yfir 20 ára reynslu í NAV. Starfssvið Við leitum að metnaðarfullum og þjónustuliprum einstak lingum til að sinna þjónustu og ráðgjöf til viðskipta- vina. Viðkomandi mun taka þátt í þróun og umbótum í ört stækkandi umhverfi því hjá Netheimi hafa allir rödd. Almennar hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði eða lokið námi sem viðurkenndur bókari • Gott skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynlegt • Metnaður, jákvæðni, þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum er öllum kostur Þekking og reynsla • Reynsla og góð þekking á fjárhagskerfum er kostur og ef þú hefur unnið með Business Central / Dynamics NAV hefur þú forskot á hina. • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur • Æskilegt er að viðkomandi hafi góða tækniþekkingu og getu til að setja sig inn í nýjar lausnir Fyrir allar frekari upplýsingar má senda tölvupóst á kristinn@netheimur.is Umsóknarfrestur til 28. mars. Eingöngu tekið á móti umsóknum í gegnum Job. Forritarar í Business Central / NAV lausnum Netheimur stækkar og eflir sterkan hóp af frábæru fólki. Við setjum viðskiptavininn ávallt í fyrsta sæti. Netheimur hefur stofnað Business Central / Dynamics NAV deild og leitar að fleiri snillingum til að takast á við spenn- andi tækifæri. Nú þegar eru miklir reynsluboltar gengnir til liðs við okkur með yfir 20 ára reynslu í NAV. Starfssvið Við leitum að öflugum, metnaðarfullum forritara með reynslu af Business Central/Dynamics NAV. Viðkomandi mun taka þátt í þróun og umbótum í ört stækkandi umhverfi því hjá Netheimi hafa allir rödd. Almennar hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærileg menntun. • Gott skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynlegt • Jákvæðni, þjónustulund og góð hæfni í mannlegum sam- skiptum er öllum kostur Þekking og reynsla • Reynsla og góð þekking á Business Central / Dynamics NAV • Þekking á Microsoft þróunartólum: Visual Studio, .NET, SQL, Powershell • Góð tækniþekking og geta til að setja sig inn í nýjar lausnir Fyrir allar frekari upplýsingar má senda tölvupóst á kristinn@netheimur.is Umsóknarfrestur til 28. mars. Eingöngu tekið á móti umsóknum í gegnum Job. Sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun Lausar eru til umsóknar 12 sérnámsstöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæsluhjúkrun. Stöðurnar eru sex við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), tvær við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), ein við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU), ein við Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), ein við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) og ein við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST). Hver sérnámsstaða er 80% og veitist frá 1. ágúst 2020 til eins árs. Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2020 Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Námið samanstendur af fræðilegu námi við Háskólann á Akureyri og klínískri þjálfun á heilsugæslustöð hjá HH, HSN, HSU, HSA, HSS eða HVEST undir handleiðslu lærimeistara. Námið er skipulagt til eins árs og lýkur með viðbótardiplóma gráðu. Nánari upplýsingar á www.starfatorg.is Markmið sérnáms • Efla hæfni hjúkrunarfræðinga, meðal annars í þverfaglegu samstarfi á heilsugæslustöð • Móta viðhorf og sýn til þjónustu heilsugæslunnar í komandi framtíð • Veita nemendum tækifæri til að rýna í og innleiða gagnreynda starfshætti í daglegu starfi undir handleiðslu lærimeistara á heilsugæslustöð Menntunar- og hæfniskröfur • Almennt hjúkrunarleyfi, BS gráða (lágmarkseinkunn 7,00) • Viðkomandi sé starfandi á heilsugæslustöð og hafi a.m.k. eins árs starfsreynslu í heilsugæslu • Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi • Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði Nánari upplýsingar veita • Sesselja Guðmundsdóttir, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, s. 513-5046 eða sesselja. gudmundsdottir@heilsugaeslan.is • Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HSN, s. 860-7750 eða gudnyf@hsn.is • Anna María Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HSU, s. 432-2007 eða annamaria@hsu.is • Nína H. Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HSA, s. 470-3054 eða ninahronn@hsa.is • Alma María Rögnvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HSS s. 422-0625 eða alma@hss.is • Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HVEST s. 450-4500 eða hildurep@hvest.is 4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 1 . M A R S 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.