Fréttablaðið - 21.03.2020, Side 68

Fréttablaðið - 21.03.2020, Side 68
Bóas Pálmi Ingólfsson „Mér finnst skemmtilegast að búa til hreyfimyndir fyrir YouTube-rásina mína. Ég er búinn að nýta tím- ann í að setja upp leikjatölvusafnið mitt. Mig langar mest að bæta Commadore 64 við það núna og eyða tímanum með hundunum og kisunni minni.“ Margrét Hergils Owensdóttir „Ég elska að mála og að baka með mömmu minni. Ég les líka Harry Potter á hverju kvöldi með pabba, við erum að klára bók númer 6.“ Kristófer Vopni og Viktoría Fanney Óttarsbörn Kristófer: „Mér finnst skemmtilegast þegar vinir koma í heimsókn og við leikum í ofurhetjuleik. Og þegar ég leik í sokkaleik með mömmu og pabba. Það er eins og skotbolti bara með sokkum svo boltinn brjóti ekki allt á heimilinu.“ Viktoría: „Mér finnst skemmtilegast að lita og föndra og allt. Svo finnst mér gaman að fara í kodda slag við bróður minn. Mér finnst eiginlega allt skemmtilegt heima.“ Halldóra Ósk og Sigríður Lilja Saman: „Okkur finnst skemmtilegast að vera í danskennslu í beinni hjá Brynju Péturs á Instagram. Það er það skemmtilegasta til að gera á daginn. Annars finnst okkur gaman að lita og leika við kisurnar okkar.“ Baldur Tómas Viktorsson „Mér finnst mjög gaman að lita, leira, fara í bað með dót, fara í glímu í rúminu, spila hver er maðurinn og frúin í Hamborg. Svo finnst mér gaman að skoða myndbönd um hvernig maður lærir á píanó. Uppá- haldsleikurinn minn er pakkaleikurinn. Hann er þannig að maður gefur næsta manni ósýnilegan pakka og segir til dæmis til hamingju með páskana. Þá á viðkomandi að opna ósýnilega pakkann og taka ósýnilegu gjöfina upp og leika það sem er í pakk- anum. Hinir eiga svo að giska á hvað þetta er.“ BAKARÍIÐ FRÁ KLUKKAN 09:00 - 12:00 Eva Laufey og Svavar Örn opna Bakaríið alla laugardagsmorgna. Það er áhugavert að skoða þessa flóknu og erfiðu tíma með augum barnanna. Löngum hefur það tíðkast að fullorðna fólkið vill helst að börnin séu sem dugleg- ust að leika sér úti. Nú, í það minnsta tíma- bundið, er breyting á; það er best að hanga bara heima. En hvað finnst krökkunum skemmtilegast að gera heima hjá sér? Hvað finnst þér skemmtilegast að gera heima? 2 1 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.