Gríma - 15.03.1931, Page 51

Gríma - 15.03.1931, Page 51
HNÍFAPÖRIN 49 fjárhúsið var byggt við. Þegar þau koma út úr fjár- húsinu, þá sér hún þar standa 24 hesta með karl- og kven-reiðtygjum. Þarna voru komnir mennirnir ellefu, sem hún sá kvöldið áður, og stúlkur þeirra. Stíga þau nú öll á bak og ríða heim að Bakka. Fagn- ar húsfreyja þeim og segir: »Sæl vertu nú Sigríður mín! Hér ertu nú komin með öll hnífapörin mín. Þetta eru nú tólf bræður mínir og þær ellefu stúlk- ur, sem horfið hafa. Er það nú undir þér komið, hvort á stöku þarf að standa eða eigi. Tröllkona lagði það á bræður mína, að þeir skyldu hverfa til álfheima og búa þar og illt eiga, þangað til þeir hefðu allir fengið mennskar konur. Stendur það nú í þínu valdi að álögum þessum verði aflétt að fullu og öllu«. Sigga kvaðst fús til að gera það, sem í hennar valdi stæði, til þess að svo yrði. Þarf nú eigi að orðlengja það, að bræðurnir giftust sinni stúlk- unni hver. Kvaðst Sigga aldrei myndi iðrast þess, að hún sótti hnífapörin. Sigríður á Bakka lét nöfnu sína og mann hennar taka við búinu, en sjálf hýrð- ist hún í horninu hjá þeim. Hinir bræðurnir keyptu jarðir þar í nágrenninu, og bjuggu þeir allir með konum sínum til elli. Er margt fólk út af þeim kom- ið, sem enn býr á Langanesströndum og víðar. Lýk- ur þar með sögunni af hnífapörunum. örlma IV. 4

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.