Gríma - 01.09.1938, Side 6
4 ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM
lífur og værukær, svo að hann fitnaði fljótt, og safn-
aðist svo mikil ístra á hann, að hann varð hvorki
meira né minna en 180 kg. (360 pund) að þyngd.
Annars var hann ekki nema meðalmaður á vöxt, en
stinnvaxinn. Andlitið var svipmikið og mikilúðlegt,
nefið stórt og liður á, bogið og frammjótt; augun
fögur, smá og snör; hárið móleitt. Honum lá lágt
rómur, en var digurróma. — Bjarni var lærður mað-
ur og lögvitur og sérstaklega vel að sér í tungumál-
um. Auk latínu og grísku kunni hann vel bæði
frönsku og þýzku, en svo var hann líka fleygur í
dönsku. Honum var margt fleira til lista lagt; þann-
ig var hann vel heima í söngfræði og söng vel, þó
að lágrómaður væri. —
í Húnavatnssýslu var maður, er Grímur hét og
kallaður sporasmiður. Hann hafði farið utan og lært
að smíða spora, en spora notuðu heldri menn í þá
daga, til þess að hvetja með hesta sína. Grímur
dvaldi á ýmsum stöðum í sýslunni eftir það er hann
kom heim aftur. — Sporasmiður þessi var misyndis-
maður og seinni hluta sumars árið 1730 fór hann til
Þingeyra að næturlagi og lét þar greipar sópa um
ýmsa fjármuni. Þar bjó þá Jóhann Gottrup fyrrver-
andi sýslumaður, og stal Grímur þar 50 dala virði
í brennivíni, peningum og silkitjöldum frá Katrínu
móður Gottrups. Bjarni lét óðara taka hann og
setja í járn og flutti hann síðan heim til sín að Víði-
dalstungu, en þaðan slapp hann úr járnum um vet-
urinn. Sumarið eftir lýsti Bjarni eftir Grími á al-
þingi, og er lýsingin svo hljóðandi: „Tvær framtenn-
ur hans eru brotnar; hann er með „rakskegg“ og hár
á framanverðum hausi, líkt og „parruki11 (hárkollu),
raupsamur ofláti, lyginn og skröfugur, léttur, snar-