Gríma - 01.09.1938, Síða 6

Gríma - 01.09.1938, Síða 6
4 ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM lífur og værukær, svo að hann fitnaði fljótt, og safn- aðist svo mikil ístra á hann, að hann varð hvorki meira né minna en 180 kg. (360 pund) að þyngd. Annars var hann ekki nema meðalmaður á vöxt, en stinnvaxinn. Andlitið var svipmikið og mikilúðlegt, nefið stórt og liður á, bogið og frammjótt; augun fögur, smá og snör; hárið móleitt. Honum lá lágt rómur, en var digurróma. — Bjarni var lærður mað- ur og lögvitur og sérstaklega vel að sér í tungumál- um. Auk latínu og grísku kunni hann vel bæði frönsku og þýzku, en svo var hann líka fleygur í dönsku. Honum var margt fleira til lista lagt; þann- ig var hann vel heima í söngfræði og söng vel, þó að lágrómaður væri. — í Húnavatnssýslu var maður, er Grímur hét og kallaður sporasmiður. Hann hafði farið utan og lært að smíða spora, en spora notuðu heldri menn í þá daga, til þess að hvetja með hesta sína. Grímur dvaldi á ýmsum stöðum í sýslunni eftir það er hann kom heim aftur. — Sporasmiður þessi var misyndis- maður og seinni hluta sumars árið 1730 fór hann til Þingeyra að næturlagi og lét þar greipar sópa um ýmsa fjármuni. Þar bjó þá Jóhann Gottrup fyrrver- andi sýslumaður, og stal Grímur þar 50 dala virði í brennivíni, peningum og silkitjöldum frá Katrínu móður Gottrups. Bjarni lét óðara taka hann og setja í járn og flutti hann síðan heim til sín að Víði- dalstungu, en þaðan slapp hann úr járnum um vet- urinn. Sumarið eftir lýsti Bjarni eftir Grími á al- þingi, og er lýsingin svo hljóðandi: „Tvær framtenn- ur hans eru brotnar; hann er með „rakskegg“ og hár á framanverðum hausi, líkt og „parruki11 (hárkollu), raupsamur ofláti, lyginn og skröfugur, léttur, snar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.