Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 8

Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 8
G ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM bikar spillingarinnar fullur og beið ekki eftir svari frá konungi upp á náðun þeirra, en lét umsvifalaust fara með þau að Þorkelshóli í Víðidal og drekkja Ingibjörgu, en hálshöggva Pétur. Ekki er annars get- ið en að hvorttveggja hafi tekizt vel, en rétt í því er lokið var við að hálshöggva Pétur, og blóðið rann enn úr búknum, kom sendimaður með bréf, sem komið hafði með Höfðaskipinu. Bréfið var um líf- gjöf fyrir bæði, en nú var það of seint, því að verið var að enda við að afgreiða þau til betri tilveru. Það er sagt, að Bjarni hafi orðið sótrauður í andliti og hann hafi sett hljóðan, þegar hann las bréfið. — Katrín hét vinnukona, er verið hafði hjá Bjarna sýslumanni, og þótti hann hafa mikið dálæti á henni, en sýslumaður var talinn kvensamur. Katrín þessi var skrafskjóða og var nú að gorta af kunnleik sín- um við sýslumann, og barst þetta til eyrna Hólm- fríðar sýslumannsfrúar. Hún varð æf af reiði og hugsaði Katrínu þegjandi þörfina. Skömmu síðar kom Katrín til Víðidalstungu og átti sér einskis ills von, en þá lét frúin tvo vinnumenn sína, er hétu Sveinn og Björn, taka Katrínu og hýða hana úti í fjárhúsi. Sjálf stóð frú Hólmfríður yfir þeim, svo að þetta yrði forsvaranlega framkvæmt, og er lýsingin á athöfninni ófögur. Annar fletti fötum hennar fram yfir höfuð, en hinn hýddi, og var þessi vísa kveðin um: Fletti Björn fötum fram yfir haus, flengdi Sveinn á meðan klofið, nára, kvið og daus, Katrín fékk ei séð hann. Meðan á flengingunni stóð, hvatti Hólmfríður böðlana og sagði: „Mest í kl.. .ð, mest í kl.. .ð, það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.