Gríma - 01.09.1938, Page 11

Gríma - 01.09.1938, Page 11
ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM 9 á því, að vegabréf þetta hefir verið mergjað, því að Bjarni var á alþingi árið eftir sektaður fyrir illyrði um Barna-Elínu í vegabréfinu. — Skúli átti, eins og kunnugt er, í málaferlum við Pétur Ovesen kaupmann í Hofsós út af fjársölu o. fl. Skúli ásakaði hann um að hafa selt svikið járn og tveir bændur báru það á kaupmann, að hann hefði selt þeim mjölhálftunnu blandaða með mold. Þessi málaferli Skúla og Ovesens kaupmanns urðu bæði hörð og snúin og voru sótt af miklu kappi á báða bóga. — Bjarni á Þingeyrum tók að sér málsvörn fyrir kaupmann, en þá var eins og komið væri við hjartað í Skúla, svo varð hann Bjarna reiður, enda leið ekki á löngu að þeir leiddu hesta sína saman. Það var þegar málið kom fyrir lögréttuna á alþingi. — Þegar Bjarni gekk í lögréttuna, var Skúli þar fyrir og kallaði: „Þarna kemur þá krummanefið frá Þingeyrum“. En Bjarna varð ekki svarafátt; hann hvessti augun á Skúla og svaraði þegar: „Ekki er það sama krummanefið, sem kroppaði utan af barns- beinunum í Grafarmóum forðum, karl minn“. — A þessum orðaskiptum má sjá, að Bjarni var hvergi smeykur við Skúla, enda hafði hann í fullu tré við hvern, sem í hlut átti, en þess er oftar getið, að Bjarni var svo mikill fyrir sér, þegar hann sótti mál sín í lögréttunni, að þar varð truflun og mikið þvarg af hans völdum. Þessi ummæli Bjarna sveigðu að kvitti, sem gaus upp og legið hafði á Skúla, þegar hann bjó í Gröf á Höfðaströnd, áður en hann fluttist að Ökrum í Skagafirði. Þar hafði fundizt barnsbeinagrind í mó- unum fyrir utan túnið, og var það hald manna, að vinnukona hjá Skúla sýslumanni hefði borið út barn,

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.