Gríma - 01.09.1938, Síða 11

Gríma - 01.09.1938, Síða 11
ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM 9 á því, að vegabréf þetta hefir verið mergjað, því að Bjarni var á alþingi árið eftir sektaður fyrir illyrði um Barna-Elínu í vegabréfinu. — Skúli átti, eins og kunnugt er, í málaferlum við Pétur Ovesen kaupmann í Hofsós út af fjársölu o. fl. Skúli ásakaði hann um að hafa selt svikið járn og tveir bændur báru það á kaupmann, að hann hefði selt þeim mjölhálftunnu blandaða með mold. Þessi málaferli Skúla og Ovesens kaupmanns urðu bæði hörð og snúin og voru sótt af miklu kappi á báða bóga. — Bjarni á Þingeyrum tók að sér málsvörn fyrir kaupmann, en þá var eins og komið væri við hjartað í Skúla, svo varð hann Bjarna reiður, enda leið ekki á löngu að þeir leiddu hesta sína saman. Það var þegar málið kom fyrir lögréttuna á alþingi. — Þegar Bjarni gekk í lögréttuna, var Skúli þar fyrir og kallaði: „Þarna kemur þá krummanefið frá Þingeyrum“. En Bjarna varð ekki svarafátt; hann hvessti augun á Skúla og svaraði þegar: „Ekki er það sama krummanefið, sem kroppaði utan af barns- beinunum í Grafarmóum forðum, karl minn“. — A þessum orðaskiptum má sjá, að Bjarni var hvergi smeykur við Skúla, enda hafði hann í fullu tré við hvern, sem í hlut átti, en þess er oftar getið, að Bjarni var svo mikill fyrir sér, þegar hann sótti mál sín í lögréttunni, að þar varð truflun og mikið þvarg af hans völdum. Þessi ummæli Bjarna sveigðu að kvitti, sem gaus upp og legið hafði á Skúla, þegar hann bjó í Gröf á Höfðaströnd, áður en hann fluttist að Ökrum í Skagafirði. Þar hafði fundizt barnsbeinagrind í mó- unum fyrir utan túnið, og var það hald manna, að vinnukona hjá Skúla sýslumanni hefði borið út barn,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.