Gríma - 01.09.1938, Page 12

Gríma - 01.09.1938, Page 12
10 ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM sem óvíst var um faðerni á, en sýslumaður hins veg- ar gjört lítið úr því máli. — Bjarni var dæmdur í 6 dala sekt fyrir þetta, en þó munu þeir Skúli hafa sætzt fullum sáttum á þessu þingi og orðið vinir upp frá því. — Þeir Bjarni og Skúli urðu samferða heim af al- þingi í þetta skipti og fór vel á með þeim. Skúli fór með Bjarna heim að Þingeyrum og gisti þar nokkra daga í bezta yfirlæti og við miklar veitingar. Þegar svo Skúli ætlaði af stað frá Þingeyrum, vildi hann heimta sektarféð, en þá sagði Bjarni: „Nú hefir þú etið það og drukkið, karl minn“. Skúli fékk ekki annað, og skildi svo með þeim. — í einni ferð sinni reið Skúli um á Þingeyrum. Bjarni var að lesa húslestur og var á grænum frakka eða kyrtli. Skúli kom á gluggann og kvað: Maður á möttli grænum miðlar orðum kænum, Bjarni er að iesa í bænum með breiðum kjafti og vænum. Bjarni þekkti málróminn og kallaði: „Látið þið fant- inn koma inn“! En er út var komið, var Skúli allur á burtu.1) Um skipti þeirra Bjarna og Skúla fógeta segir dr. Jón Þorkelsson m. a.:2) „Þó að Skúli væri harður og karimenni í lund, má þó sjá að mótstöðumenn hans hafa þreytt hann æði mikið, og stundum hefur nærri því ætlað að renna út í fyrir karlinum. Hann sveig- ir mikið að Bjarna sýslumanni Halldórssyni, og er það í sjálfu sér ekkert undarlegt, því að Bjarni var honum óþarfur og hættulegastur af öllum hans mót- U J. S. 599 4to. 2) Tímarit Bókmenntafélagsins XI, bls. 108.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.