Gríma - 01.09.1938, Qupperneq 14
12 ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM
Magnús amtmaður, og sagði amtmaður: „Þér eruð
múlkteraður, Bjarni sýslumaður, fyrir skammir, er
þér hafið skrifað um mig í kansellíið“. — Bjarni
svaraði: „Þá múlkt læt eg úti með bezta geði".1)
Það er sagt, að Magnús amtmaður segði fyrstui
Bjarna sýslumanni lát Páls sonar hans á alþingi. Var
mælt, að amtmanni gilti einu, þó að hann segði
Bjarna harmasögu. Þegar amtmaður hafði sagt hon-
um fregnina, svaraði Bjarni: „Það þótti mér engin
tíðindi, eg gat hann dauðlegan“. Þegar Bjarni svo
var kominn heim til sín, og vinir hans töluðu um,
hversu vel hann hefði borið missi sonar síns, þá
sagði Bjarni: „Ekki hirti eg um, að féndur mínir
bæru það í stélinu, að eg gréti“.2)
Bjarni bjó stórbúi á Þingeyrum og var auðugur
maður, eins og áður er getið, enda var hann féglögg-
ur og eftirgangssamur um tekjur sínar. Hann var
yfirgangssamur mjög og átti í höggi við marga sýslu-
unga sína, einkanlega fyrra hluta æfinnar, og svo
var veldi hans mikið, að ekki þýddi fyrir nokkurn
mann að hafa á móti honum, því að hann var bæði
einbeittur, langrækinn og harðfylginn, eins og sjá
má á öllum málaferlum hans. Ánægður var hann
aldrei fyrr en sigur var fenginn. Þó varð hann alloft
að sætta sig við sektir fyrir meiðyrði, og mun honum
þá hafa verið þungt í skapi. Sýslumenn notuðu allir
korða í þá daga, og opt bar það við, að Bjarni brá
korða sínum, ef honum mislíkaði við bændur. Hann
var talinn mestur lagamaður allra sýslumanna og hér-
aðsríkastur, enda var hann kallaður þyrnibroddur
Húnvetninga.
U Sunnanfari IV., 10.
2) S. st.