Gríma - 01.09.1938, Page 18
16 ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM
Mitt þá ekki mótkast dvín,
má það sannast þarna,
ef hann skal verða heillin mín,
helvítið að tarna.
Það er hætt við að þessi jólagleði og það, sem þar
var leikið, hafi ekki aukið siðferði fólksins, því að
einn söguritarinn kemst svo að orði um þessa sam-
komu:1) „En hvort óskikk í þessum gleðileik hafi
framið verið, þarf ekki að útmála“. — Það er víst
alveg óþarfi. —
Annars voru oft stórveizlur haldnar á Þingeyrum,
svo sem brúðkaup og erfisdrykkjur, og ávallt mikið
borið í mat og drykk. — Hjá Bjarna ólst upp stúlka,
er hét Sigríður Sigvaldadóttir. Snæbjörn stúdent,
sonur Halldórs biskups Brynjólfssonar á Hólum, bað
hennar, og stóð brúðkaup þeirra á Þingeyrum. Þegar
boðsfólkið var komið, var Bjarni sýslumaður svo ó-
venju fár, að vini hans undraði, en svo trúði hann
þeim fyr4r því í hljóði, að brúðurin lægi í blóðbönd-
unum, svo að ekkert yrði af brúðkaupinu þann dag-
inn. Það þótti mikil hneisa á þeim tímum, ef meiri
háttar heimasæta varð vanfær í tilhugalífinu, og hef-
ur sýslumanni þótt skömm að þessu, en þegar stúlk-
an var orðin heil, fór brúðkaupið jafnskjótt fram
eins og ekkert hefði í skorizt.2)
Bjarni sýslumaður var höfðinglundaður við fátæka
og árið 1763 gaf hann heila jörð til fátækra, og bend-
ir allt til þess, að ekki hafi hann verið eftir því sínk-
ur sem hann var harður í viðskiptum. Hann var líka
gestrisinn og veitull og hafði á sér mikinn höfðingja-
’) J. S. 322 4to.
2) Sunnanfari IV., 10.