Gríma - 01.09.1938, Side 19
ÞÁTTUR af BJARNA SÝSLUMANNI á ÞINOEYRUM 17
brag. — Jörðin, sem hann gaf, var Meðalheimur í
Hjaltabakkahreppi, 24 hndr. að dýrleika ásamt 4
kúgildum, og gaf hann hana til æfinlegs kristfjár, og
átti afgjaldið að skiptast meðal fátækra í Húnavatns-
sýslu. —
Bjarna var ekki um landhlaupara og flakkara, sem
margir voru í þá daga, og allra verst var honum við
lausamenn. Einn flakkarinn var Jón Sóti. Hann var
óráðvandur og illmenni og hræddi út úr fólki á bæj-
um það, sem hann vildi hafa, og var öllum leiður.
Einu sinni flakkaði hann um Húnavatnssýslu og bað
sýslumaður hann þá um að finna sig. Sóti kom í
grandleysi til Þingeyra, og kvaðst Bjarni þurfa að
skrifa bréf og biðja hann fyrir. Sóta þótti biðin löng
og spurði með þjósti og frekju, hvort bréfin væru
ekki til, en Bjarni svaraði: „Snart búinn, kæri“, - og
kallaði um leið á tvo vinnumenn sína og sagði þeim
að fara með Sóta út að kaganum og hýða hann eins
og hann þyldi. Sóti spurði þá: „Skal það gjörast án
dóms og laga?“ — „Sjálfdæmdur, kæri“, sagði Bjarni.
Svo gekk hann fram og aftur fyrir húsdyrum, með-
an þeir hýddu Sóta inni í húsinu, og kallaði til þeirra
við og við: „Svo mikið sem hann kann að þola“. —
Þegar hýðingunni var lokið, skipaði Bjarni honum
í burtu og bannaði honum að koma aftur þar í hér-
aðið. Sóti komst nauðulega til næsta bæjar og lá
þar nokkra daga, en þegar hann varð rólfær, dróst
hann burtu og kom aldrei oftar í Húnavatnssýslu; —
hann vissi, á hverju hann átti von. —
Það kom nú víst ekki oft fyrir, að Bjarni léti
ílengja umrenninga án undangengins dóms, eins og
Jón Sóta, en kæmu slíkir kumpánar undir dóm hans,
þá var hann ekkert vægur. Þannig dæmdi hann ár-
2