Gríma - 01.09.1938, Page 21

Gríma - 01.09.1938, Page 21
ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM 19 inn til sín. Bjarni, sem ekki var um neitt vol, varð fokvondur og sagði: „Spáir þú mér dauða, tausin þín“? En um leið tók hann spanskreyrprik, sem hann ávallt hafði í rúminu fyrir ofan sig, og ætlaði að slá til kerlingar, en hún vatt sér undan, og Bjarni féll fram á gólf. Þetta var mikið fall, og varð að sækja heimamenn til þess að koma karli upp í aftur. Eftir þetta elnaði honum sóttin, og loks andaðist hann á þrettándanum, 6. janúar 1773. — Þegar eftir andlát Bjarna sýslumanns var sent eft- ir börnum hans og tengdasonum. Hann hafði sjálfur ákveðið, að lík sitt skyldi standa uppi í heilan mán- uð, en því var breytt, og hann jarðaður eftir hálfan mánuð. Líkið var lagt í vandaða kistu, sterka og stóra, og jarðað við syðra kórhorn kirkjunnar á Þing- eyrum, en þar hafði Bjarni sjálfur valið sér legstað og alltaf bannað að jarða þar nokkurn mann. — Jarðarför Bjarna var ein hin sögulegasta, og fór þar allt í handaskolum. Þegar átti að fara að bera líkið til grafar, skall á hinn ógurlegasti bylur með mikilli frosthörku, og fór allt í ólestri. Hankarnir slitnuðu úr kistunni, sem eðlilega var þung, og fór hún á end- ann niður í gröfina; bilaði þá höfðagaflinn, og kom líkið út um. Illviðrið var svo mikið, að ekkert varð við neitt ráðið, og kól marga á andliti og höndum. Svo var mokað ofan í gröfina, án þess að hægt væri að laga kistuna. Það var heldur ekki gjört síðar, og stendur Bjarni sýslumaður þar enn á höfði í gröf sinni. Eitthvað hafði líka farið aflaga hjá prestinum að kasta rekunum á líkið. — Bjarni hafði, eins og áð- ur er sagt, átt í deilum við Lafrenz amtmann á Bessastöðum og látið lesa stefnu yfir honum dauð- um í kirkjugarði, og héldu sumir, að hann væri kom- 2*

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.