Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 21

Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 21
ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM 19 inn til sín. Bjarni, sem ekki var um neitt vol, varð fokvondur og sagði: „Spáir þú mér dauða, tausin þín“? En um leið tók hann spanskreyrprik, sem hann ávallt hafði í rúminu fyrir ofan sig, og ætlaði að slá til kerlingar, en hún vatt sér undan, og Bjarni féll fram á gólf. Þetta var mikið fall, og varð að sækja heimamenn til þess að koma karli upp í aftur. Eftir þetta elnaði honum sóttin, og loks andaðist hann á þrettándanum, 6. janúar 1773. — Þegar eftir andlát Bjarna sýslumanns var sent eft- ir börnum hans og tengdasonum. Hann hafði sjálfur ákveðið, að lík sitt skyldi standa uppi í heilan mán- uð, en því var breytt, og hann jarðaður eftir hálfan mánuð. Líkið var lagt í vandaða kistu, sterka og stóra, og jarðað við syðra kórhorn kirkjunnar á Þing- eyrum, en þar hafði Bjarni sjálfur valið sér legstað og alltaf bannað að jarða þar nokkurn mann. — Jarðarför Bjarna var ein hin sögulegasta, og fór þar allt í handaskolum. Þegar átti að fara að bera líkið til grafar, skall á hinn ógurlegasti bylur með mikilli frosthörku, og fór allt í ólestri. Hankarnir slitnuðu úr kistunni, sem eðlilega var þung, og fór hún á end- ann niður í gröfina; bilaði þá höfðagaflinn, og kom líkið út um. Illviðrið var svo mikið, að ekkert varð við neitt ráðið, og kól marga á andliti og höndum. Svo var mokað ofan í gröfina, án þess að hægt væri að laga kistuna. Það var heldur ekki gjört síðar, og stendur Bjarni sýslumaður þar enn á höfði í gröf sinni. Eitthvað hafði líka farið aflaga hjá prestinum að kasta rekunum á líkið. — Bjarni hafði, eins og áð- ur er sagt, átt í deilum við Lafrenz amtmann á Bessastöðum og látið lesa stefnu yfir honum dauð- um í kirkjugarði, og héldu sumir, að hann væri kom- 2*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.