Gríma - 01.09.1938, Page 24

Gríma - 01.09.1938, Page 24
22 ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINOEYRUM Síra Björn Pétursson á Tjörn á Vatnsnesi kvað þessa vísu, þegar hann frétti lát Bjarna: Ærudýri öldungur, aumum beinagjarni, Þingeyringur þjóðvitur þáði dauðann Bjarni. Út úr skiptum á búi Bjarna urðu miklar deilur og þras milli erfingjanna. Þarna var miklum auði að skipta, en erfingjarnir voru ágengir og varð löng óvild milli þeirra út úr skiptum á reitum Bjarna. — Erfingjar hans voru þrír; Halldór Vídalín á Reyni- stað, sonur hans, sem var við uppskrift á búinu, og svo dætur hans tvær, Ástríður, gift Halldóri Jak- obssyni sýslumanni á Ströndum, og Þorbjörg, gift Jóni vicelögmanni Ólafssyni. Sérstaklega er getið um, að Jón hafi þótzt afskiptur og sakað Halldór mág sinn um að hafa lagt undir sig peninga og bæk- ur úr búinu og jafnvel fleira, og ekki var vicelög- maðurinn orðvarari en svo um mág sinn, að það er haft eftir honum, að Halldór Vídalín hafi keypt fyrir stolna peninga. Margt fleira er skrifað um erjur þær. er urðu milli erfingjanna, en ekki er vert að rifja það upp hér, enda margt af því svo ómerkilegt, að það getur varla náð nokkrum sanni. — Þá skal getið lítið eitt barna Bjarna Halldóssonar á Þingeyrum, þeirra er upp komust. Halldór Vídalín kvæntist Ragnheiði Einarsdóttur frá Söndum í Miðfirði, ágætiskonu, gáfaðri og skör- ungi mesta. Halldór bað hennar þrásinnis, en hún neitaði honum jafnoft. Bjarna var áhugamál, að Hall- dór fengi Ragnheiðar, og fékk hann vin sinn, Markús Pálsson, er síðar varð prestur á Auðkúlu, til þess að

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.