Gríma - 01.09.1938, Side 25

Gríma - 01.09.1938, Side 25
ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM 23 ríða á fund Ragnheiðar og túlka mál Halldórs. Hon- um tókst að fá hana með sér til Þingeyra, og þar trúlofaðist hún Halldóri fyrir fortölur Bjarna. Nú var búizt til brúðkaupsveizlu á Þingeyrum og mörgu heldra fólki boðið, en meðan þau sátu á brúðarbekk, tók ein vinnukonan á Þingeyrum jóðsótt og gekk erfiðlega að fæða barnið. Hún kvað Halldór, brúð- gumann, vera föður barnsins og bað um að kalla hann frá borðum og biðja hann að lána sér skyrtu sína volga, en það er gömul þjóðtrú, að það flýti fyr- ir fæðingu, ef móðirin er færð í volga skyrtu föður- ins. — Halldór stóð upp frá borðum og gjörði þetta fyrir stúlkuna, og gekk svo allt vel. Ragnheiður tók þessu með mestu rósemi og sá henni enginn bregða, en veslings stúlkan var látin fara í burtu frá Þing- eyrum og gefnir peningar um leið. Barnið var dreng- ur og var látinn heita Oddur. Halldór sá um uppeldi hans, lét hann ganga í skóla, og svo varð hann sýslu- maður í Barðastrandarsýslu, en varð hvorki langlíf- ur né lánsamur. — Ragnheiði þótti Halldór ekki nógu skörulegur, og var hún bæði húsbóndinn og húsfreyjan á Reynistað, en þar bjuggu þau mestan sinn aldur við mikinn auð. Þau höfðu umboð Reyni- staðarklausturs, og hélt Ragnheiður því eftir dauða Halldórs 1800. Það fór vel á hjónabandi þeirra og áttu þau mörg börn, sem mikill ættleggur er kominn frá, hin svokallaða Reynistaðarætt. Meðal barna þeirra voru Reynistaðarbræður, Bjarni og Einar, sem úti urðu á fjöllum 1780. Astríður hét eldri dóttir Bjarna, og verður hennar getið í næstu sögu hér á eftir. Þorbjörg, yngri dóttir Bjarna, var ólík Ástríði systur sinni. Hún var fríð; þó lýtti hana nokkuð

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.