Gríma - 01.09.1938, Page 26

Gríma - 01.09.1938, Page 26
24 ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM ófríðleiki til munnsins; „drjúglynd11 og „veglynd", en þó stórlynd og líktist föður sínum um margt. Hún giftist Jóni Ólafssyni vicelögmanni, og var það á móti skapi hennar og þá ekki siður á móti vilja Bjarna föður hennar, því að Jón fékk illt orð. Bjarni var hræddur um framtíð Þorbjargar, ef Jón ekki fengi hennar, því að svo sterkur orðrómur lá á Jóni fyrir fjölkynngi og illgirni. — Af Bjarna á Þingeyrum er nú kominn fjöldi manna hér á landi, og^þykja afkomendur hans bera ýmis sterk ættareinkenni, sem rekja má til hans og Páls lögmanns Vídalíns, föður Hólmfríðar konu hans, Margir afkomenda hans eru listfengir, skáld og listamenn; aðrir eru stjórnmálamenn o. s. frv. og flestir gæddir óvenjulegum viljaþrótti. — Þrenn álög er sagt að séu á ætt þessari, en þau eru: að eng- inn sé látinn heita Bjarni, enginn klæðist grænni flík og enginn ríði bleikum hesti. — Fróðir menn þykjast hafa tekið eftir því, að sé ekki farið eftir þessu, sé óhamingjan vís.1) Heimildir að mestu eptir J. S. 322 4to.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.