Gríma - 01.09.1938, Side 27

Gríma - 01.09.1938, Side 27
2. Sýslumannshjónin á Felli. [Handrit Oskars Clausens sagnaritara]. Halldór Jakobsson var sýslumaður Strandamanna á síðara helmingi 18. aldar. Hann var sonur Jakobs stóra Eiríkssonar við Búðir á Snæfellsnesi og föður- bróðir Jóns Espólíns, hins mikla fræðimanns. Þeir bræður voru líkir í mörgu, báðir stórir vexti og karlmenni að burðum. Halldór var fljótlyndur og drakk mikið, og fór því embættisfærsla hans í mesta ólagi. Kona Halldórs sýslumanns var Ástríður, dóttir Bjarna hins ríka sýslumanns á Þingeyrum, og gekk hjónaband þeirra skrykkjótt. Ástríður hafði fyrst verið trúlofuð Erlendi nokkrum stúdent og mun hafa elskað hann til æfiloka og því alltaf verið manni sínum öfug og snúin. Erlendur hafði verið glæsileg- asti ungur maður, snar og glíminn, svo að orð fór af, en ekki stöðugur í rásinni eftir því. Hann hafði ver- ið sveinn Bjarna gamla föður Ástríðar og þá trúlof- azt henni. Svo varð hún vanfær af hans völdum og atti barn, sem dó ungt. — Bjarni, sem kallaður var „þyrnibroddur“ Húnvetn- ifiga, var ekkert lamb við að leika. Þegar hann varð þess var, að þau væru að draga sig saman, varð hann æfur, og segir sagan, að hann hafi gefið dóttur sinni

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.