Gríma - 01.09.1938, Page 28

Gríma - 01.09.1938, Page 28
26 SÝSLUMANNSHJÓNIN A FELLI líkamlega hirtingu, en Erlendur hafi átt fótum sínum og fráleik fjör að launa. — Skömmu síðar hafði svo Erlendur komizt á laun heim að Þingeyrum og haft Ástríði í burtu með sér. Þau struku þá norður að Hólum og flýðu þar í skjól biskupsins, Gísla Magn- ússonar. Þau vildu nú allt til vinna til þess að fá að njótast, og biskup hefur eflaust litið þau aumkunar- augum, því að hann skrifar Bjarna á Þingeyrum og leggur til með þeim að þau fái að giftast, en allt var það að árangurslausu, og virti sýslumaður orð bisk- ups að vettugi. — Hinn kaldeinbeitti sýslumaður lét ekki undan, sendi tafarlaust eftir Ástríði norður að Hólum og lét flytja hana vestur að Þingeyrum tii sín. Það er sagt, að þessi harðýðgi hafi haft mjög ill áhrif á skapsmuni hennar og að hún hafi heitið því, þegar hún í þetta sinn kom heim í föðurgarð, að unna engum manni nema Erlendi upp frá því, og það heit sitt mun hún hafa haldið. — Ástríður var álitlegt gjaforð, bæði sakir hæfileika, ættgöfgi og auðs, því að Bjarni faðir hennar var einn auðugasti maður landsins, og hugsuðu margir til kvonbæna við hana, en nokkru síðar reið Halldór sýslumaður norður til Þingeyra og bað Ástríðar, og segja sumir, að það hafi verið að undirlagi föður henn- ar. — Ástríður giftist nú Halldóri, en nauðug og mun ekki hafa þorað annáð en taka honum vegna ofsa föður síns. Brúðkaup þeirra var svo haldið á Þing- eyrum með mikilli rausn eins og vænta mátti, og snaraði Bjarni gamli henni út miklum heimanmundi. Svo fóru ungu hjónin vestur á Strandir og byrjuðu að búa á Felli í Kollafirði, en strax bar á því, hversu Ástríður var stirðlynd og manni sínum óþjál, og ágjörðist það enn meir, er árin liðu. —

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.