Gríma - 01.09.1938, Side 31

Gríma - 01.09.1938, Side 31
SÝSLUMANNSHJÓNIN Á FELLI 29 og síðar meir með óbarinn harðfisk og bræðing í illa þvegnum dalli og setti fyrir yfirvöldin. Halldóri sýslumanni hefur eflaust blöskrað þetta, enda sagði hann í hljóði við kollega sinn: „Þetta getum við ekki borðað“. En frúin heyrði til hans og sagði með gusti: „Nýtt er Halldóri, ef hann ekki getur étið; hér verð- ur að vinna upp vist þá, sem fyrir hendi er, og svo verður að búa sem á bæ er títt“. — Það varð ekkert af borðhaldinu, og riðu sýslumennirnir burtu. — Sýslumannshjónin á Felli áttu eitt barn, dóttur, er Guðrún hét, og var hún góðlátleg og vildi allt bæta á milli foreldra sinna. Þegar telpan var ung, er sagt að frú Ástríður hafi af glettni við mann sinn kveðið svo, þegar hún sat undir henni í rökkrinu og reri með hana á rúmstokknum: Stóri-Kobbi afi þinn, Búða-Gunna amma þín, Halldór bítur faðir þinn, og þegiðu svo, stelpa mín!1) Þar sem frúin uppnefnir mann sinn og kallar hann úít, er átt við orðróm þann, að sýslumaður hafi átt að bíta mann til skaða í áflogum, þegar hann var á háskólanum í Höfn. — Guðrún sýslumannsdóttir frá Felli giftist síra Einari Thorlacius á Grenjaðarstað, en þau hjón dóu bæði ung, og svo fór um einkabarn þeirra. Þessi sýslumannshjón eiga því ekkert afkom- enda. — 3) Aðrir hafa böguna á þessa leið: Jákoppur afi þinn, Halldór langi faðir þinn, Búða-Gunna amma þín, — og róðu betur, stelpa mín!

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.