Gríma - 01.09.1938, Page 34

Gríma - 01.09.1938, Page 34
32 SÝSLUMANNSHJÓNIN á FELLI fram hjá sér um ráðstöfun þessa konungsgóss, því að það var einokunarverzlunin, sem átti allt saman. — Yfirvöldin sýndu nú röggsemi. Halldóri sýslu- manni var tafarlaust vikið frá embætti og það að órannsökuðu máli, og var slíkt óvanalegt. Annar sýslumaður var settur, en Magnúsi Ketilssyni Dala- sýslumanni var skipað að rannsaka málið. Hann framkvæmdi rannsókn vorið eftir, og komu þá ýms- ar misfellur í ljós hjá sýslumanni, m. a. það, að hann hafði látið flytja margt af strandinu heim að Felli, svo sem grjón, smjör, kaffi og ýmsan varning. — Síðan var hann svo dæmdur frá embætti og sekt- aður bæði fyrir afglöp og illyrði í réttarskjölum. Máli sínu skaut hann til hæstaréttar og fór utan, en varð ekkert ágengt, enda mun sú ferð hans mest hafa farið í drykkjuskap og drabb. — Þegar hann kom heim úr þessari ferð, er sagt, að Ástríður kona hans tæki á móti honum „ekki ver en vant var“. — Eftir því sem sambúð sýslumannshjónanna í Felli varð lengri, þá versnaði hún, og svo fór að lokum, að Ástríður skildi við mann sinn og fór norður að Reynistað til Halldórs bróður síns, en með sér flutti hún þá peninga sína og ýmsa dýrgripi. — Sagan seg- ir, að þegar Halldór sýslumaður kom heim af For- túnu-strandinu, hafi frúin tekið honum blíðlega og beðið hann að sýna sér peningana, sem nú hefðu goldizt, en þá hafi hann, sem var drukkinn, helt þeim í kjöltu hennar, og hún svo haldið þeim og geymt síðan. — Svo var frú Ástríður vel fötuð, þegar norður kom, að þangað hafði hún með sér fullkominn alklæðnað á sex kvenmenn. — Það er líka sagt, að Ástríður hafi verið svo sparsöm, að hversdagslega var hún með

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.