Gríma - 01.09.1938, Page 35

Gríma - 01.09.1938, Page 35
SÝSLUMANNSHJÓNIN Á FELLÍ 33 skinnsvxintu og rauðan sokkbol á höfðinu, þegar hún vann að tóvinnu. — Ekki kom hún sér vel við marga, eftir það er hún kom norður í Skagafjörð, en þó var þar einn maður, sem hún hafði miklar mætur á; það var Þorsteinn bóndi á Hóli í Sæmundarhlíð. Hann var skynsamur, en mikill drykkjumaður, og gaf Ástríður honum oft peninga, og það ríflega. Líka þótti henni vænt um Benedikt bróðurson sinn og gaf honum marga gripi sína og mikla peninga. — Þegar svo Halldór á Reynistað dó (1800), fór Benedikt að búa á Víðimýri og vildi þá taka Ástríði frænku sína með sér þangað, en Katrín kona hans afsagði það með öllu og sagðist þá ekki fylgja manni sínum þangað, því að „ekki skyldu þær Ástríður á einum bæ saman vera“. — Þá fluttist hún vestur að Víði- dalstungu og var þar hjá Þorbjörgu systur sinni, ekkju Jóns vicelögmanns Ólafssonar, sem átti þá jörð. — Þar lifði hún skamma stund og dó þar 1802. Það er sagt sem dæmi þess, hversu Ástríður var sparsöm, að í fatnaði þeim, er hún kom með norður, tímdi hún aldrei að vera, en bjó sig alltaf eintómum lörfum, og það er haft eftir Þorbjörgu systur hennar, sem var rausnarkona, að sykur það, sem hún gaf Ástríði með kaffi eftir það er hún kom í Víðidals- tungu, kæmi eftir hana látna. — Hún hafði ekki tímt að gæða sér á því. — Halldór sýslumaður var síðustu ár æfi sinnar hjá Jóni sýslumanni á Bæ í Hrútafirði og svo hjá Þor- björgu mágkonu sinni í Víðidalstungu, og þar dó hann karlægur aumingi og eignalaus orðinn árið 1810.1) a) Heimildir, að mestu, Lbs. 1029 4to. 3

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.