Gríma - 01.09.1938, Side 37

Gríma - 01.09.1938, Side 37
REYNISTAÐARBRENNA 35 jómfrúr, þernur og vinnukonur. Stofujómfrúr hjá slíkum hefðarfrúm voru oftast af góðum ættum, og var til þeirra komið til þess að mannast. — Það þótti t. d. mikil náð, ef fátækir prestar gátu komið dætr- um sínum til biskupsfrúnna, því að vel gat þá líka farið svo, að einhverjum prestlingnum, sem var að læra á stólnum, litist vel á þær, og þær svo hafnað í prestskonustöðu. Veturinn 1757—’58 var ung stúlka með biskupsfrú Þóru á Reynistað. Það var Guðrún dóttir síra Þor- kels prests í Fagranesi og var hún trúlofuð síra Þor- valdi Sörenssyni, sem nú hafði verið vígður kapelán til síra Halldórs Hallssonar á Breiðabólsstað í Vest- urhópi. Þennan vetur var ákveðið, að þau hjónaefn- in, Guðrún og síra Þorvaldur, inngengju í heilagt hjónaband. í byrjun einmánaðar kom hann því norð- ur til þess að kvænast heitmey sinni, og skyldi brúð- kaupið standa á Reynistað viku síðar. — Brúðkaups- veizlur í þá daga voru miklar og myndarlegar. Fjölda gesta var boðið, mikill og góður matur fram reiddur og drykkjarföng næg. Daginn áður en veizl- an skyldi standa, var mikið um elda á Reynistað. Þar var steikt og mallað í hverri eldstó, og eldur því borinn á milli húsa, þegar upp var kveikt. Að sunnanverðu við kirkjugarðinn stóð smiðja, og var borinn eldur í hana til uppkveikju. — Bæjarþilin á staðnum voru mörg og blöstu við frá smiðjunni, en næst henni var smjörskemma, sem nú var full af tjöruköggum og ýmsu öðru, sem talið var eldfimt, °g er haldið, að í skemmu þessa hafi fokið neistar, sem urðu orsök þess, að allur staðurinn brann til ösku nóttina eftir. — Um nóttina vöktu tveir kvenmenn við að sjóða 3*

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.