Gríma - 01.09.1938, Side 39
REYNISTAÐARBRENNA
37
og sá barnið heilt og óskaddað, hrópaði hún: „Guði
sé lof, nú er mér bætt allra meina!“ — Svo fór hún í
pilsvasa sinn og tók fjórar silfurspeciur, er henni
höfðu goldizt um daginn, og gaf Guðrúnu, en gat
þess um leið, að þetta gæti hún aldrei fulllaunað
henni. — Frú Þóra sleppti heldur ekki hendi af Guð-
rúnu upp frá því og gaf henni oft stórgjafir. — Það
var tilviljun ein, að ekkert mannslíf fórst í þessum
stórbruna, en í búrinu voru nokkur lömb og 2 kálf-
ar og brann það allt inni. —
Fjöldi fólks þusti að brunanum úr öllum áttum til
þess að hjálpa til að slökkva og bjarga, ef hægt hefði
verið, en við ekkert varð ráðið, og brann allur stað-
urinn til kaldra kola, nema ein skemma, sem var
nærri tóm. Kirkjan stóð í miðjum kirkjugarðinum
og svo langt frá bæjarhúsunum, að eldurinn náði
henni ekki. Allt fólk bjó svo um sig í kirkjunni og
viðaði að sér klæðnaði og matarforða. — Svo ein-
kennilega vildi til, að hvassviðri var á meðan á
brunanum stóð, en áður var logn, og svo setti þegar
í logn, þegar öllu var lokið. — Heyin, sem voru í
tóttum skammt frá bænum, urðu varin, en erfitt var
það, því að neistaflugið stóð inn um tóttaopin. —
Eldurinn hafði að sjálfsögðu hlaupið í hina gömlu,
þ.ykku og þurru torfveggi bæjarins, en þeir voru að
brenna allt sumarið, og lifði í moldinni fram á haust.
Sagt var, að margir hafi komið óboðnir til þess að
róta í rústunum og freista þess að festa höndur á
einhverju fémætu, er þar kynni að leynast, því að á
allra vitorði var, að frú Þóra var auðug kona og átti
m- a- mikinn silfurborðbúnað auk kvensilfurs, og svo
hafði verið fengið lánað borðsilfur í viðbót norðan
ú'á Hólum vegna hinnar stóru brúðkaupsveizlu, sem