Gríma - 01.09.1938, Page 40
38
REYNISTAÐARBRENNA
fram átti að fara daginn eftir. — Öll silfur- og tin-
áhöld bráðnuðu og runnu saman, en kekkirnir voru
síðan tíndir saman úr rústunum. Það eina, sem
fannst óskemmt, voru tólf silfurskeiðar, sem síra
Halldór Jónsson á Hólum hafði lánað. —
Brúðguminn, síra Þorvaldur Sörensson, varð fyrir
• miklum skaða, því að hann mun hafa átt talsvert
lausafé og peninga, er hann geymdi í kistu, sem var
í portslofti bæjarins. — Meðan bærinn var að brenna,
gekk síra Þorvaldur fram og aftur um hlaðið og var
mjög áhyggjufullur. Hann hét hverjum manni, er
náð gæti kistu sinni, 30 silfurdölum. Þar var Bryn-
jólfur smiður, sonur Halldórs biskups, nærstaddur,
en hann var mesti knáleikamaður. Hann hljóp upp
á loftið og náði kistunni, en í sömu andránni féll
loftið og þilið fram á stéttina; hann stökk fram á
hlaðið og hélt á kengnum úr kistugaflinum í hend-
inni, en kistan varð eftir. —
Ekki lét síra Þorvaldur hugfallast, þó að þau
hjónaefnin hefðu misst allt, sem þau áttu, í brunan-
um. Það var þó ekki árennilegt fyrir þau að fara að
stofna bú, en samt giftu þau sig daginn eftir og
héldu brúðkaup sitt í Vík, sem er næsti bær við
Reynistað. Svo riðu þau vestur í Húnavatnssýslu,
en ekki varð hjónabandssæla þeirra langæ, því að
skömmu eftir það er þau komu vestur, varð síra Þor-
valdur veikur, fékk meinsemd í andlitið og dó á
sama ári. —
Eftir brunann stóð biskupsfrú Þóra allslaus uppi
með 40 manns í heimili. Matarforði hennar, sængur-
föt, íverufatnaður og öll búsáhöld var allt orðið að
einni öskuhrúgu. Það var því úr vöndu að ráða.
Hún bauð nú öllum hjúum sínum að velja á milli