Gríma - 01.09.1938, Side 41
REYNISTAÐARBRENNA
39
þess, að hún gæfi þeim upp vistráð, svo að þau gætu
farið hvert sem þau vildu, eða vera áfram hjá sér.
Hún kvað eitt skyldi yfir sig og þau ganga, og kusu
allir að vera kyrrir hjá henni, nema tveir vesaling-
ar. — Margir Skagfirðingar urðu til þess að gefa frú
Þóru og hennar hjúum, enda var hún vel kynnt og
þótti góðs verðug. Hólamenn riðu þegar á fund henn-
ar og buðu henni aðstoð sína, og svo sendu þeir henni
mat og annað á mörgum hestum heiman frá Hólum.
Margir höfðingjar landsins buðu frú Þóru til dvalar
hjá sér. Gísli biskup á Hólum bauð henni til sín við
5. mann, en Magnús amtmaður Gíslason á Leirá bauð
henni við 6. mann og Bjarni sýslumaður Halldórsson
á Þingeyrum við 7. mann, en ekkert þessara góðu
boða þá hún og sat kyrr á Reynistað.
Halldóra, dóttir Ara Þorkelssonar í Haga, átti Þor-
leif bróður Halldórs biskups, og höfðu þau hjónin
verið með biskupi á Hólum. Þær áttu því sinn bróð-
urinn hvor, biskupsfrú Þóra og Halldóra, en þeim
hafði samið lítt, er þær voru saman á Hólastað, enda
hafði Halldóra verið stórlynd og óþjál í lund. —
Þegar nú hag biskupsfrúarinnar var svona komið,
fór Halldóra að finna hana eins og fleiri. Það hittist
svo á, þegar hún kom að Reynistað, að frú Þóra var
að koma úr kirkjunni, en þegar þær mættust, ávarp-
aði Halldóra hana og sagði: „Þú gazt fengið hnapp-
elduskaða, þó að Halldóra væri brottu“. — En frú
Þóra anzaði döpur í bragði: „Guð gaf og tók aftur“.
Þá rétti Halldóra henni pyngju fulla af silfri og bað
hana kaupa sér í pípu fyrir. Biskupsfrúin mun hafa
reykt eins og siður var margra hefðarkvenna á þeim
tímum. —
Sumarið eftir Reynistaðarbrennu reið biskupsfrú