Gríma - 01.09.1938, Síða 44
42
SELVEIÐIFARIR Á DRÖNGUM
drepa seli, þegar þeir lágu uppi á skerjum, og skal
nú sögð ein saga af því, en sagan er höfð eftir Guð-
mundi bónda Arasyni í Kaldrananesi, og hann var
bæði áreiðanlegur og sannorður maður. —
Fram undan Bjarnarfirði á Hornströndum, á milli
Skjaldabjarnarvíkur og Dranga, eru sker, sem liggja
undir Dranga. Við sker þessi verður sjaldan lent
vegna brims og sjávarróts. Þó er það helzt á sumrin,
þegar sjór er stilltastur, að komizt verður í skerin
og þar rotaður selur. Sigurður greip ávallt hverja
stund, sem kyrr var sjór að sumrinu, og hafði þá
mikið uppidráp. — Svo hagar til í aðalskerinu, að
þar er gjá eða glufa allvíð í gegnum skerið og skipt-
ir því í tvennt. Lent var þeim megin við gjá þessa,
sem selurinn lá ekki, svo að hann styggðist ekki eða
yrði var við mennina, en til þess að geta stokkið yfir
gjána, urðu menn að vera bæði fimir og hugmiklir.
— Það tókst engum nema þeim bræðrum, Sigurði á
Dröngum og Grími í Seljanesi, að stökkva yfir gjá
þessa, og gátu því ekki aðrir hagnýtt sér veiðina. —
Sigurður bjó lengi á Dröngum og svo synir hans
eftir hann, en þeir hétu báðir Jóhannesar og voru
gildir menn til burða. Þegar Sigurður var orðinn
nærri sjötugur, var það eitt sumar, að góður veður-
dagur kom, og bað hann þá syni sína að fara í sker-
ið, því að nú væri hann sjálfur orðinn til einskis
fær. Karl brá sér þá inn í skemmu sína og sótti
þangað rótarkylfu, sem hann kallaði „hnallinn sinn“,
og ætlaði að fá bræðrunum, en þeir vildu ekki við
henni taka og kváðu hana ekki sitt meðfæri, svo var
hún þung; en karlinn lét hana svo aftur inn í
skemmu sína. —
Síðan lögðu þeir Drangabræður af stað og höfðu