Gríma - 01.09.1938, Side 46
44
Selveiðifarir á dröngum
verið þung. — Það er haft eftir Drangabræðrum, að
í þetta skipti hafi faðir þeirra verið svo ægilegur, að
þeir hafi varla þorað að horfa í augu hans. —
Var nú róið til lands og tólf selir látnir í bátinn,
en sex bundnir utanborðs. Sigurður sagðist ekki vilja
skilja eftir, en þungur var róðurinn til lands, og þeg-
ar heim að Dröngum kom, var Sigurður gamli orð-
inn svo dasaður, að hann háttaði og lá í rekkju sinni
næstu þrjá sólarhringa, en það héldu menn, að róð-
urinn hefði gengið nær honum en seladrápið. —
Guðmundur Arason, sonur Ara á Reykhólum, bjó
um þessar mundir í Kaldrananesi. Hann var annál-
uð skytta og fór hann marga vetur norður að Dröng-
um og var þar hjá Sigurði bónda fram undir sumar-
málin. Þegar svo veður leyfði, voru þeir alltaf tveir
á báti í selafari á Bjarnarfirði, sem eins og áður er
getið, er á milli Skjaldabjarnarvíkur og Dranga. —
Á þeim árum kom granselur inn á fjörðinn, en þeir
eru að jafnaði stórir og feitir, með 30 fjórðunga spiks
og þar yfir. —
Það var einn dag sem oftar, að þeir réru tveir á
báti inn á fjörðinn. Ismauk var og jakar innan um.
Sáu þeir þá hvar stór selur lá á jaka, og skaut Guð-
mundur hann svo laglega, að hann lá steindauður á
jakanum og hreyfði sig ekki. Svo veltu þeir honum
upp í bátinn og reru lengra inn á fjörðinn. Þar sáu
þeir annan sel, ennþá stærri, liggja á jaka. — Guð-
mundur skaut á hann, en selurinn steyptist af jakan-
um í sjóinn og kom ekki upp aftur. Þeir biðu þar
lengi, en reru loks burt við svo búið og komust alla
leið inn í fjarðarbotninn. Þar skaut Guðmundur gran-
sel og láturselsbrimil. Um kvöldið, þegar fór að
rökkva, reru þeir svo heim á leið, en lituðust um,