Gríma - 01.09.1938, Síða 46

Gríma - 01.09.1938, Síða 46
44 Selveiðifarir á dröngum verið þung. — Það er haft eftir Drangabræðrum, að í þetta skipti hafi faðir þeirra verið svo ægilegur, að þeir hafi varla þorað að horfa í augu hans. — Var nú róið til lands og tólf selir látnir í bátinn, en sex bundnir utanborðs. Sigurður sagðist ekki vilja skilja eftir, en þungur var róðurinn til lands, og þeg- ar heim að Dröngum kom, var Sigurður gamli orð- inn svo dasaður, að hann háttaði og lá í rekkju sinni næstu þrjá sólarhringa, en það héldu menn, að róð- urinn hefði gengið nær honum en seladrápið. — Guðmundur Arason, sonur Ara á Reykhólum, bjó um þessar mundir í Kaldrananesi. Hann var annál- uð skytta og fór hann marga vetur norður að Dröng- um og var þar hjá Sigurði bónda fram undir sumar- málin. Þegar svo veður leyfði, voru þeir alltaf tveir á báti í selafari á Bjarnarfirði, sem eins og áður er getið, er á milli Skjaldabjarnarvíkur og Dranga. — Á þeim árum kom granselur inn á fjörðinn, en þeir eru að jafnaði stórir og feitir, með 30 fjórðunga spiks og þar yfir. — Það var einn dag sem oftar, að þeir réru tveir á báti inn á fjörðinn. Ismauk var og jakar innan um. Sáu þeir þá hvar stór selur lá á jaka, og skaut Guð- mundur hann svo laglega, að hann lá steindauður á jakanum og hreyfði sig ekki. Svo veltu þeir honum upp í bátinn og reru lengra inn á fjörðinn. Þar sáu þeir annan sel, ennþá stærri, liggja á jaka. — Guð- mundur skaut á hann, en selurinn steyptist af jakan- um í sjóinn og kom ekki upp aftur. Þeir biðu þar lengi, en reru loks burt við svo búið og komust alla leið inn í fjarðarbotninn. Þar skaut Guðmundur gran- sel og láturselsbrimil. Um kvöldið, þegar fór að rökkva, reru þeir svo heim á leið, en lituðust um,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.