Gríma - 01.09.1938, Page 47

Gríma - 01.09.1938, Page 47
SELVEIÐIFARIR Á DRÖNGUM 45 hvort þeir sæju nokkuð til kobba, sem steyptist af jakanum. Kom Guðmundur þá auga á það, að meira bar á ísmaukinu á einum stað, og sagði við Sigurð: „Við skulum róa þangað, karl minn“, en þetta var orðtæki hans. — Þegar þangað kom, sópaði Guðmundur ísmaukinu frá með hendinni, og þar flaut selurinn stóri undir. Þá sagði Sigurður á Dröngum: „Miklar happahendur eru á þér, Gvendur11. Svo bundu þeir selinn við bát- inn, því að þeir komu honum ekki upp í, og reru svo til lands. — Daginn eftir gerðu þeir selina til, og voru 39 fjórðungar spiks á þeim, sem í ísmaukinu flaut, en 90 fjórðungar voru á þeim öllum fjórum. — Það sagði Guðmundur, að svo mikið selspik hefði hann aldrei fengið á einum degi með byssu sinni, en fáir munu hafa verið jafnheppnir með byssu og Guðmundur í Kaldrananesi. — Hér skal nú sagt nokkuð frá Alexíusi bróður Sig- urðar á Dröngum. Hann bjó nokkur ár á Seljanesi, en svo varð hann geðveikur, lagðist í rúmið og talaði ekki orð af munni. Strandamenn voru hjátrúarfullir, og var almennt talið, að þetta væru gjörningar, enda var galdratrú þá enn í algleymingi hér á landi, en ekki vita menn nú, hverjum þessir gjörningar voru eignaðir. — Eftir |)að er Alexíus var fallinn í þessa geðbilunareymd, var hann ásamt konu sinni fluttur til Magnúsar Guðmundssonar hreppstjóra á Finn- bogastöðum, og þar lá hann rúmfastur samfleytt í 14 ár og talaði aldrei orð allan þann langa tíma. — Svo var það einn morgun, að Alexíus settist upp í rúmi sínu og sagði: „Ekki hjálpar þetta, hvar eru fötin mín?“ Öllum á heimilinu varð afar hverft við, on fötum hans var fyrir löngu búið að lóga, þar sem

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.