Gríma - 01.09.1938, Síða 47

Gríma - 01.09.1938, Síða 47
SELVEIÐIFARIR Á DRÖNGUM 45 hvort þeir sæju nokkuð til kobba, sem steyptist af jakanum. Kom Guðmundur þá auga á það, að meira bar á ísmaukinu á einum stað, og sagði við Sigurð: „Við skulum róa þangað, karl minn“, en þetta var orðtæki hans. — Þegar þangað kom, sópaði Guðmundur ísmaukinu frá með hendinni, og þar flaut selurinn stóri undir. Þá sagði Sigurður á Dröngum: „Miklar happahendur eru á þér, Gvendur11. Svo bundu þeir selinn við bát- inn, því að þeir komu honum ekki upp í, og reru svo til lands. — Daginn eftir gerðu þeir selina til, og voru 39 fjórðungar spiks á þeim, sem í ísmaukinu flaut, en 90 fjórðungar voru á þeim öllum fjórum. — Það sagði Guðmundur, að svo mikið selspik hefði hann aldrei fengið á einum degi með byssu sinni, en fáir munu hafa verið jafnheppnir með byssu og Guðmundur í Kaldrananesi. — Hér skal nú sagt nokkuð frá Alexíusi bróður Sig- urðar á Dröngum. Hann bjó nokkur ár á Seljanesi, en svo varð hann geðveikur, lagðist í rúmið og talaði ekki orð af munni. Strandamenn voru hjátrúarfullir, og var almennt talið, að þetta væru gjörningar, enda var galdratrú þá enn í algleymingi hér á landi, en ekki vita menn nú, hverjum þessir gjörningar voru eignaðir. — Eftir |)að er Alexíus var fallinn í þessa geðbilunareymd, var hann ásamt konu sinni fluttur til Magnúsar Guðmundssonar hreppstjóra á Finn- bogastöðum, og þar lá hann rúmfastur samfleytt í 14 ár og talaði aldrei orð allan þann langa tíma. — Svo var það einn morgun, að Alexíus settist upp í rúmi sínu og sagði: „Ekki hjálpar þetta, hvar eru fötin mín?“ Öllum á heimilinu varð afar hverft við, on fötum hans var fyrir löngu búið að lóga, þar sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.