Gríma - 01.09.1938, Qupperneq 49
SELVEIÐIFARIR Á DRÖNGUM
47
mikið við sig. Nú flakkaði hann um sveitir og nennti
engri vinnu. —
Þegar þessir tveir flökkukarlar voru komnir upp
á baðstofuloftið á Kleifum, sagði Anna húsfreyja við
mann sinn: „Eg ætla að skammta þeim saman, gest-
unum“, en Torfi brosti að og sagði, að hún skyldi
ráða því. — Hún tók þá stóra tréskál og fyllti hana
af spaðsúpu, lét karlana setjast á rúm, setti skálina
á kné þeim og fékk þeim hornspæni til þess að mat-
ast með. Alexíus tók þegar til matar síns og borðaði
með góðri lyst, en Jón Gartner snerti ekki matinn
og mælti ekki orð, meðan hinn át; svo þótti honum
sér misboðið og mikil óvirðing gjörð, að vera settur
á bekk með Alexíusi. — Þegar svo Alexíus hafði étið
fylli sína, sagði hann: „Þú kannt ekki góðan mat að
éta, lagsmaður“. — „Eg er ekki lagsmaður þinn“,
hreytti Jón úr sér og ýtti um leið tréskálinni frá
sér, sté snögglega á fætur, gekk snúðugur af stað og
kvaddi ekki nokkurn mann. — Eftir þetta flakkaði
Alexíus í tvö eða þrjú ár, en að lokum varð hann
altruflaður, svo að hann var ekki látinn flakka, og
síðustu árin var hann niðursetningur á Finnboga-
stöðum og þar mun hann hafa dáið. —
Af Grími bróður Alexíusar eru litlar sagnir, en
hann bjó á Seljanesi eftir bróður sinn og var talinn
sæmdarmaður.1)
) Sbr. Lbs. 948 8to.