Gríma - 01.09.1938, Síða 51

Gríma - 01.09.1938, Síða 51
DRANGEYJARFÖR JÓHANNS SCHRAMS 1839 49 Þá vissi enginn til, að nokkur hefði reynt til þessa áður. — Hann aflaði vel bæði af fugli og eggjum í Kerlingunni, en nokkuð þótti mönnum hann djarfur. Hann rak nú smánagla í bergið, sem er mjúkt mó- berg, og gekk á þeim fram á brjóst Kerlingarinnar, sem kallað er, en það er breið hilla framan á henni, sem veit til landsuðurs. Naglana dró hann út jafnóð- um og hann hækkaði í bjarginu og rak þá á ný fyr- ir ofan sig, en þegar hann var nærri kominn upp á hillubrún, sveik hann nagli, en þá kom til snarræðis hans, og náði hann þremur fingrumuppábjargbrún- ina og vó sig upp á þeim. — í þeirri sömu andrá vildi honum annað óhapp til; hann missti skjóðu þá, sem naglarnir voru í, og hamarinn, sem hann rak þá með. — Þetta fór auðvitað í sjóinn, því að þarna fellur sjór alstaðar að bjarginu og þar verður ekki lent nema í ládeyðu. — Nú voru góð ráð dýr, þar sem Jóhann var allslaus uppi á dranginum, og ekki um neina björgun að ræða, nema hægt væri að koma til hans sigkaðli, en félögum hans tókst eftir margar atrennur að sveifla til hans færi, og svo dró hann til sín kaðalinn og komst slysalaust ofan. — Jóhann lék þetta svo dögum oftar og var aldrei smeykur. Einu sinni var hann staddur uppi á bjarg- brúninni, en það var vani hans að stökkva af brún- inni á hillu, sem var skammt fyrir neðan, en fremst á hillubrúninni var steinn nokkuð stór, og nam Jó- hann venjulega staðar við hann, þegar hann gjörði þetta hlaup. — Steinninn var þó ekki bjargfastur, svo að þessu fylgdi ekki alllítil áhætta, eins og síð- ar kom á diskinn. — Einu sinni stökk Jóhann sem oftar af bjargbrún- inni ofan á hilluna og ætlaði sér, eins og svo oft áð- 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.