Gríma - 01.09.1938, Page 58
56 ÓSPEKTIR ENGLENDINGA VIÐ SKJÁLFANDA
vöðvann, þannig að skinnið flumbraðist, en allt afl
dró úr handleggnum. Komu þeir bræður út í þessum
svifum, og varð þeim fremur lítið fyrir að keyra
Englendingana í bönd.
Fám árum áður hafði verið reist fangahús á Húsa-
vík. Benedikt Sveinsson, sem þá var sýslumaður, bjó
á Héðinshöfða, en Guðjóhnsen geymdi fangahúslyk-
ilinn. Var farið með bandingjana í fangahúsið, þeir
leystir úr böndum og lokaðir inni. — Sýslumaður
var þá staddur á alþingi í Reykjavík, en settur var i
hans stað skrifari hans, Kristján Jónasson frá Narfa-
stöðum, síðar verzlunarerindreki. Var sent út að
Héðinshöfða um morguninn til Kristjáns, en hann
kom að vörmu spori til Húsavíkur, setti rétt í mál-
inu og dæmdi sakborningana í allháa sekt fyrir hús-
brot og óspektir; skyldu þeir vera í haldi, þar til er
sektin væri greidd. Var svo sent til skipstjóra og
honum tilkynnt, hvernig á stæði um menn hans.
Um morguninn komu nokkrir skútumenn frá borði
til að sækja sér drykkjarvatn. Frétti Guðjóhnsen
eftir þeim, að þeir hefðu látið digurbarklega og haft
við orð, að 'koma fjölmennir á land síðar um daginn
og hefna fyrir ófarir landa sinna. Gerði Guðjóhnsen
þorpsbúa við vara og bað þá vera við því búna, að í
harðbakka gæti slegizt.
Guðjóhnsen var ágæt selaskytta. Átti hann stóra
og volduga selabyssu, kúlubyssu og tvær minni
fuglabyssur. Búðarmenn hans áttu líka sína byssuna
hver. Héngu öll þessi skotvopn á skrifstofuþili Guð-
jóhnsens, og svo munu ýmsir þorpsbúar hafa fengið
að geyma þar byssur sínar, því að húsakynni voru
víða rakasöm í þá daga, — en hvað sem um það var,
þá voru byssurnar margar.