Gríma - 01.09.1938, Page 60

Gríma - 01.09.1938, Page 60
58 ÓSPEKTIR ENGLENDINGA VIÐ SKJÁLFANDA höggdofa og fölnaði við. Leizt honum ekki á blikuna, fór að sýna á sér ferðasnið, lauk erindum sínum í skyndi og kvaddi Guðjóhnsen með mestu virktum. Gekk hann síðan beina leið til veitingahússins og mælti nokkur alvarleg orð til landa sinna, er þar sátu að drykkju. Stóðu þeir þegar upp, gengu hrein- asta brúðargang niður með verzlunarhúsunum, réru fram í skip sín, undu upp segl og sigldu til hafs. 9. Draumur Jónasar Gunnlaugssonar. [Sögn hans sjálfs. 1905. Þ. M. /.]. Nokkru eftir 1860, um vetur, dreymdi Jónas Gunn- laugsson, sem þá var vinnumaður að Skriðu í Hörg- árdal,1) að hann gengi út og horfði í austur. Hann þóttist þá sjá yfir bænum á Bægisá þrjár skærar sól- ir, tvær stórar og eina litla. Þegar hann vaknaði, sagði hann drauminn, og þótti mörgum hann kynlegur. Skömmu seinna andaðist síra Arngrímur Bjarna- son á Bægisá, kona hans Ingunn og sonur hans Lár- us, sem þá var barn. Þau dóu öll um sama leyti úr taugaveiki. J) Síðar lireppstjóri á Þrastarhóli i Hörgárdal.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.