Gríma - 01.09.1938, Page 64

Gríma - 01.09.1938, Page 64
62 TUNGUFÖLKIÐ Á SVALBARÐSSTRÖND viðstödd, þegar talið barst að því, að Geir Vídalín, síðar biskup, væri orðinn prestur. Þá mælti hún: „Eg held eg þekkti Geiri minn, þegar hann var Laufás, en eg Nes“. — Ennfremur eru höfð eftir henni þessi ummæli, þegar Geir var vígður: „Allan skrattann vígja þeir“. Eru þau vísdómsorð þó miklu eldri. — Sigurveig giftist aldrei, en sagt er þó, að hún hafi eignazt einn son. Ekki er kunnugt um ætt frá honum. Valborg fluttist út á Látraströnd og bjó í mörg ár síðara hluta æfi sinnar í kofa nyrzt í túninu í Svín- árnesi; var hún þar í húsmennsku, en hafði víst eina kú og fáeinar kindur, sem hún heyjaði sjálf fyrir. Vann hún auk þess að tóskap og hirti um klæðnað sjómanna, en fyrir það fékk hún fisk og annað sjó- fang. Var hún fremur veitandi en þiggjandi, fékk gott orð fyrir greiðvikni og hjálpfýsi og sagt er, að hún hafi bjargað lífi fleiri en eins aumingja í móðu- harðindunum. Hún var aldrei við karlmann kennd. — Tóttarbrotið, þar sem hún bjó, heitir síðan Borgu- gerði.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.