Gríma - 01.09.1938, Qupperneq 67

Gríma - 01.09.1938, Qupperneq 67
ÞÁTTUR AF ÞJÓFA-QÍSLA 65 unni á Valþjófsstað, en Gísli lagði þá pokann á öxl sér með mestu hægð, gekk út með hann og mælti: „Æ, ekki held eg að eg láti Langahúsa-kýrnar drep- ast úr hor, á meðan nóg er taðan á Valþjófsstað“. Síðan labbaði hann heim með pokann. — Daginn eftir boðaði prestur Gísla á sinn fund, var harðorður við hann og spurði, hvers vegna hann legði ekki niður stuldi. „Mér dettur það ekki í hug“, svaraði Gísli, „að láta Langhúsa-nautin kveljast af hungri til dauðans, meðan þér, sjálfur guðsmaðurinn, eigið nóga töðu til“. Þótti presti svarið svo einarðlegt, að hann kvað hið stolna skyldi vera reikningslaust af sinni hendi og sækja mætti Gísli heybjörg til sín, á meðan hann þyrfti hennar með. Þakkaði Gísli fyrir þau boð og kvaðst ætla að launa þann greiða, enda er sagt, að hann hafi efnt það. Einhverju sinni kom Gísli að Valþjófsstað; voru heimamenn að járna hesta, og lágu naglar þar á víð og dreif, en þegar þeir sáu Gísla koma, tíndu þeir saman naglana í hrúgu. Heilsar Gísli þeim vinsam- lega, en þeir taka vel kveðju hans, og segir einn þeirra: „Ekki ertu sá snillingur, sem orð er af, Gísli, ef þú stelur ekki nöglunum þeim arna rétt fyrir aug- unum á okkur, — en það geturðu ekki“. „Það er mér létt verk“, svarar Gísli. Síðan gengur hann burtu og rýður tjöru neðan í ilveg skóm sínum. Fer hann þá að hjala við járningamennina um hitt og þetta og getur leitt athygli þeirra frá verkinu; en þegar þeir ætluðu að seilast eftir nagla, var hrúgan horfin. „Hvað er þetta“, sögðu þeir, „hefur þú stolið nögl- unum“. „Ójá“, svaraði hann, „hérna eru þeir“, — og strauk þá um leið neðan úr iljum sér. Hafði hann stigið ofan á naglana, og þeir loðað í tjörunni. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Gríma

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.