Gríma - 01.09.1938, Síða 68

Gríma - 01.09.1938, Síða 68
66 ÞÁTTUR AF ÞJÓFA-GÍSLA Gísli kom eitt sinn sem oftar í Breiðavíkurkaup- stað. Þar var beykir að iðn sinni, og sá Gísli hjá hon- um eikarblakkir litlar, er verzlunin átti. Leizt hon- um vel á þær og langaði til að ná þeim. Haltraði hann þar til og frá með poka sinn og sezt síðan á tal við beykinn; en svo skildu þeir, að Gísli hafði allar blakkirnar í poka sínum og fór svo upp yfir. Gaf hann blakkirnar frumbýlingum/í rekur og sagði svo frá: „Haltur er eg, en haltur lézt eg þá. Fyrst náði eg þremur skákunum og síðan hinum, og svo sagði eg: ,Verið þér nú blessaðir og sælir, beykir minn; þakka yður fyrir skemmtunina’.“ Einu sinni kom Gísli að Valþjófssstað til síra Magnúsar Guðmundssonar og bað hann að gefa sér ein skæði á fæturna, því að hann væri alveg skæða- skinnslaus. Tók prestur því vel og gaf honum skæði, en sitt af hvoru tægi. Gísli kvaðst ekki geta unað við það og bað prest að hafa bæði skæðin samkynja, en prestur kvað engar hægðir á því. „Jæja, eg hlýt þá að reyna að fá á móti þessu skæði“, svaraði Gísli, hélt eftir því betra, en hinu fleygði hann aftur í prest. Síðan lagði hann land undir fót, labbaði út alla Norðurbyggð og bað á hverjum bæ um skæði á móti því staka. Var honum alstaðar gefið skæði; átti ekkert þeirra við, en þó tók hann við þeim öll- um. Þetta lét hann ganga allt út að sjó og síðan upp Suðurbyggð og alla leið heim til sín. Hafði hann þá fengið ærinn bagga af sniðnum skæðum, er hann bjó að í mörg ár eftir, en þó þótti honum sem ekk- ert þeirra ætti vel á móti skæðinu frá presti. — Þess- ar þrjár síðustu sagnir segja sumir af Hrekkja-Er- lendi, en hitt mun réttara, að þær eiga við Þjófa- Gísla, enda var Erlendur aðeins kenndur við slægð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.