Gríma - 01.09.1938, Page 71

Gríma - 01.09.1938, Page 71
ÞÁTTUR AF ÞJÖFA-GISLA 69 þeim ummælum, að illa hefði honum tekizt varð- haldið á Gísla! Jafnan sótti Gísli nauðsynjar sínar til prófasts og var honum því skuldbundinn; stundum vann hann líka prófasti. — Eitt sinn fékk hann heybjörg hjá honum, og setti prófastur það upp, að Gísli fóðraði fyrir sig tarf veturinn eftir. Þegar að því kom, færð- ist Gísli undan og kvaðst vera heytæpur. „Það er ósatt“, svaraði prófastur, „þú átt nóg hey núna“. „Jæja, þér megið ráða því“, mælti Gísli, „en hrædd- ur er eg um að eg líti eftir, hvort ekki spillist svo sem eitt tarfsfóður af töðunni yðar og að eg sópi upp fyrir kúnum hérna, því að mér þykir ljótt að sjá hey spillast“. Prófastur anzaði engu, en Gísli fór leiðar sinnar. — Snemma vetrar bar svo við einn dag, að prófastur kom út á hlað og sá Gísla vera að bograst með töðukláf. „Nú ertu að stela“, mælti prófastur. „Nei, eg var að sópa upp hjá fjósakarli handa bola, eins og eg er vanur“, svaraði Gísli, „og lyftið þér nú kláfnum á mig“. Prófastur hló að svar- inu og lyfti á hann kláfnum. — Skilaði Gísli tarfin- um framgengnum í góðum holdum og mælti: „Alls einu sinni hef eg gefið bola frá mér; hitt var upp- sóp frá kúnum yðar, prófastur góður“. Þorsteinn hét sonur Þjófa-Gísla; hans synir voru þeir Jón í Hamborg í Fljótsdal og Gísli, er lengi var skógarkarl hjá Gísla lækni Hjálmarssyni á Höfða; hann var allgreindur og verkmaður ágætur, en sér- staklega einkennilegur, samheldinn mjög, ósnyrtinn í klæðaburði og ómannblendinn, minnugur og sann- fróður. Hann hvorki kvæntist né átti börn. Síðustu ár sín var hann próventukarl Olafs hreppstjóra og Guðlaugar Bessadóttur að Birnufelli og varð mjög

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.