Gríma - 01.09.1938, Page 73

Gríma - 01.09.1938, Page 73
13. Floga-Sveinn. [Eftir liandriti Ármanns Hanssonar bónda á Myrká]. Maður er nefndur Sveinn Gíslason, bónda á Bási í Hörgárdal, Gunnarssonar pósts. Hann mun hafa verið fæddur árið 1829. Ekki er neins getið frá æsku hans, en 12 ára gamall var hann kominn að Ásgerð- arstöðum til Guðmundar hálfbróður síns, sem var þá farinn að búa þar. Talið er, að Sveinn hafi þótt efni- legur drengur, þangað til hann fékk veiki þá, er þjáði hann æ síðan á meðan hann lifði. Var það flogaveiki og fór versnandi með aldrinum. Var hann þess vegna nefndur Floga-Sveinn. — Um tildrögin að flogaveik- inni hefur þessi saga verið sögð: Svo bar við á Ásgerðarstöðum einhvern tíma að vetri til í skammdeginu, að Sveinn var látinn bera inn miðdegismatinn handa fólkinu. Var dimmt í göngunum, eins og gerist í torfbæjum. Þegar Sveinn var kominn nokkuð inn eftir göngunum, sá hann ein- hverja voðalega ófreskju og varð svo bilt við, að hann hneig niður þar sem hann var kominn og engd- ist sundur og saman með flogum og froðufalli. Rakn- aði hann við aftur, en upp frá þessu ágerðist veikin með ári hverju, svo að hann gat lítið eða ekkert unnið, og lenti því að lokum á sveit. En af því að konur og börn hræddust mjög, þegar Sveinn fékk

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.