Gríma - 01.09.1938, Síða 74

Gríma - 01.09.1938, Síða 74
72 FLOGA-SVEINN flogaköstin, og hann þótti hvumleiður að ýmsu öðru leyti, fór svo að lokum, að engir vildu taka hann ár- langt. Var þá það ráð tekið, að Sveinn var látinn vera tíma og tíma í stað, og fór því fram síðustu ár- in, sem hann lifði. I októbermánuði 1856 stóð svo á, að Sveinn átti að dvelja viku tíma í Flögu; er það næsti bær innan við Myrká, sem þá var prestsetur og kirkjustaður, en Myrkáin skilur lönd jarðanna. Þá bjó í Flögu Sig- urður Hallgrímsson. Þótti hann maður harðlyndur, og er mælt, að Sveinn muni hafa haft ótta af honum og ekki líkað vistin þar allskostar vel. Einn dag fór Sigurður að smala fé sínu, og var þá enginn karl- maður heima í Flögu, nema Sveinn. Þegar Sigurður kom heim um kvöldið, var Sveinn horfinn, og vissi enginn, hvað af honum hafði orðið. Ekki varð úr því að hans væri leitað um kvöldið, því að farið var að dimma, og svo taldi Sigurður víst, að hann hefði farið út að Myrká, en þangað hafði Sveinn átt að fara frá Flögu. Morguninn eftir fór svo Sigurður út að Myrká til þess að grennslast eftir Sveini, en þar hafði hans ekki orðið vart. Þá var prestur á Myrká síra Páll Jónsson sálmaskáld, sem síðar var á Völl- um í Svarfaðardal og í Viðvík í Skagafirði. Lét prestur vinnumann sinn, er Bjarni hét, fara með Sigurði að leita Sveins. Fóru þeir félagar niður með Myrká og út með Hörgá, unz þeir komu á eyrarnar neðan við Saurbæ; þar fundu þeir Svein rekinn. Var þess til getið, að hann hefði vaðið yfir Myrkána, fengið flog í ánni og drukknað, en líkið borizt með straumi út í Hörgá; gat þetta varla öðruvísi verið, því að svo voru árnar vatnslitlar þá, að þær máttu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.